Gera þarf ríkari kröfur til framsals lögregluvalds

Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur sent forseta Alþingis ábendingu í …
Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur sent forseta Alþingis ábendingu í kjölfar svars frá dómsmálaráðuneytinu vegna spurninga um vopnaða erlenda lögregluþjóna hér á landi í maí í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins. Samsett mynd

Umboðsmaður Alþing­is hef­ur sent for­seta Alþing­is ábend­ingu í kjöl­far svars frá dóms­málaráðuneyt­inu vegna spurn­inga um vopnaða er­lenda lög­regluþjóna hér á landi í maí.

Í ábend­ingu umboðsmanns seg­ir að heim­ild rík­is­lög­reglu­stjóra til að fela er­lend­um rík­is­borg­ur­um fram­kvæmd lög­gæslu­verk­efna á Íslandi sé ekki ótak­mörkuð og að gera þurfi rík­ari kröf­ur til framsals lög­reglu­valds en ella þar sem það heyri til kjarna fram­kvæmda­valds­ins.

Orðalag í lög­reglu­lög­um of rúmt

Bend­ir umboðsmaður for­seta Alþing­is á að orðalag í lög­reglu­lög­um, um heim­ild rík­is­lög­reglu­stjóra til að fela er­lend­um rík­is­borg­ur­um fram­kvæmd lög­gæslu­verk­efna á Íslandi, sé of rúmt með til­liti til vilja lög­gjaf­ans og al­mennra sjón­ar­miða um framsal vald­heim­ilda og til þess fallið að valda mis­skiln­ingi um mark­mið þess og önn­ur atriði sem við eigi.

Umboðsmaður óskaði eft­ir upp­lýs­ing­um og skýr­ing­um vegna veru vopnaðra og ein­kennisklæddra er­lendra lög­reglu­manna hér á landi í tengsl­um við leiðtoga­fund Evr­ópuráðsins.

Ekki til­efni til að ætla að tekið verði til­lit til sjón­ar­miða umboðsmanns

Af svari ráðuneyt­is­ins mátti ráða að það teldi orðalag grein­ar í lög­reglu­lög­um, sem heim­il­ar þetta, ekki vera of víðtækt en tekið yrði til at­hug­un­ar hvort til­efni væri til að setja nán­ari regl­ur um sam­starf lög­reglu við er­lend lög­reglu­yf­ir­völd og alþjóðastofn­an­ir. Ekk­ert kom þó nán­ar fram um mark­mið eða efni slíkra reglna né hvort tekið yrði til­lit til sjón­ar­miða í fyr­ir­spurn­ar­bréfi umboðsmanns. Þá er ljóst að ráðuneytið lít­ur svo á að það hafi verið fylli­lega í sam­ræmi við heim­ild­ir rík­is­lög­reglu­stjóra að fela er­lendu lög­reglu­mönn­un­um um­rædd verk­efni.

Sam­kvæmt lög­skýr­ing­ar­gögn­um hafi verið gert ráð fyr­ir því að heim­ild rík­is­lög­reglu­stjóra, að þessu leyti, kynni að verða nán­ar af­mörkuð með frek­ari regl­um dóms­málaráðherra. Svör ráðuneyt­is­ins gefa ekki til­efni til að ætla að með slík­um regl­um, ef þær yrðu sett­ar, verði sér­stak­lega tekið til­lit til þeirra sjón­ar­miða sem umboðsmaður hefði komið á fram­færi við það, sem seg­ir í ábend­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert