Hermann Nökkvi Gunnarsson
Mennirnir sem kveiktu í bíl lögreglumanns í síðasta mánuði eru grunaðir um að hafa tengsl við skipulagða glæpastarfsemi. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við mbl.is.
Ólafur segir sex hafa verið handtekna vegna rannsóknar héraðssaksóknara á íkveikjunni. Þrír eru grunaðir um hafa beina aðild að atlögunni og tveir um að hafa kveikt í bílnum sjálfum. Einum manni hefur verið sleppt úr haldi.
Ólafur gat ekki tjáð sig að svo stöddu um þjóðerni þeirra handteknu, en heimildir mbl.is herma að þeir séu ekki með íslenskt ríkisfang.
Eins og mbl.is hefur fjallað um þá rannsakar héraðssaksóknari Reykjavíkur hvort íkveikjan hafi verið framin í hefndarskyni vegna starfa viðkomandi lögreglumanns.
Rannsókn málsins er unnin í samstarfi við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra.