Norsk afstaða flækir bótasókn í samráðsmáli

Ölgerðin er eitt þeirra fyrirtækja sem segjast íhuga réttarstöðu sína.
Ölgerðin er eitt þeirra fyrirtækja sem segjast íhuga réttarstöðu sína.

Flókn­ara en ella gæti orðið fyr­ir fyr­ir­tæki sem hyggj­ast sækja bæt­ur vegna verðsam­ráðs skipa­fé­lag­anna, Sam­skipa og Eim­skip, sök­um þess að ekki er búið að inn­leiða Evr­ópu­lög­gjöf frá ár­inu 2017 í gegn­um EES samn­ing­inn.

Um­rædd lög­gjöf snýst í meg­in­at­riðum út á það að sönn­un­ar­byrðin ætti að liggja hjá hinum brot­legu, þ.e. skipa­fé­lög­un­um í þessu til­viki, að sanna að fyr­ir­tæki hafi ekki orðið fyr­ir skaða.

Sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um þurfa hins veg­ar fyr­ir­tæki sem telja sig mis­rétti beitt að færa sönn­ur á það að þau hafi borið skaða af sam­ráðinu.

Fyr­ir­tæki skoða sína rétt­ar­stöðu  

Nokk­ur fyr­ir­tæki hafa sagst liggja und­ir feldi varðandi hugs­an­legt skaðabóta­mál á hend­ur Sam­skip­um vegna sam­ráðs sem Sam­keppnis­eft­ir­litið taldi skipa­fé­lög­in hafa átt í sam­kvæmt ný­leg­um úr­sk­urði þess efn­is. Ber þar meðal ann­ars að nefna Ölgerðina og Húsa­smiðjuna í þessu sam­hengi.

Eggert Bjarni Ólafs­son lögmaður hjá Laga­skil­um sem hef­ur ára­tugareynslu í Sam­keppn­is­rétti ljáði máls á þessu í viðtali við Aust­ur­frétt. Hann seg­ir að sök­um þess að inn­leiðing­in hafi ekki átt sér stað í gegn­um EES samn­ing­inn gæti það þýtt að erfiðara verði fyr­ir fyr­ir fyr­ir­tæki að sækja bæt­ur en ella.

Eggert Bjarni Ólafsson.
Eggert Bjarni Ólafs­son.

„Sönn­un­ar­byrðin yrði auðveld­ari ef búið væri að inn­leiða þessa til­skip­un,“ seg­ir Eggert.

Inn­leiðing strandi á Norðmönn­um 

Hann seg­ir inn­leiðingu til­skip­un­ar­inn­ar stranda á þvi að Norðmenn hafi sett sig gegn því að taka hana upp. Snýr það að því að norsk sam­keppn­is­yf­ir­völd segja að EES þjóðir sitji ekki við sama borð og ríki Evr­ópu­sam­bands­ins er viðkem­ur upp­lýs­inga­gjöf og aðgangi að upp­lýs­ing­um á milli ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins. „Norðmenn taka þenn­an hluta tals­vert al­var­leg­ar held­ur en við Íslend­ing­ar,“ seg­ir Eggert.  

„Íslensk sam­keppn­is­yf­ir­völd hafa hins veg­ar skrifað stjórn­völd­um hér­lend­is bréf þar sem þau voru hvött til þess að taka þetta inn í ís­lenska lög­gjöf óháð Norðmönn­um,“ seg­ir Eggert.

Að sögn Eggerts hafa Íslend­ing­ar og Norðmenn alla jafna verið sam­tíga við inn­leiðingu Evr­ópu­lög­gjaf­ar í gegn­um EES samn­ing­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert