Sigurður neitaði sök fyrir dómi

Sigurður neitaði alfarið sök bæði fyrir hönd ákærða HK68 ehf., …
Sigurður neitaði alfarið sök bæði fyrir hönd ákærða HK68 ehf., sem framkvæmdastjóri félagsins og vegna sakarefna sem snúa að hans eigin persónu. mbl.is/Hákon

Sig­urður Gísli Björns­son, fyrr­ver­andi eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Sæ­marks-Sjáv­ar­af­urða,  neitaði sök fyr­ir héraðsdómi í dag í svo­kölluðu Sæ­marks-skatta­máli.

Sig­urður mætti til þing­fest­ing­ar með Þor­stein Ein­ars­son lög­mann sér til fullting­is. Auk hans mætti ann­ar meðákærði í mál­inu, en aðeins lögmaður þess þriðja.

Sig­urður neitaði al­farið sök bæði fyr­ir hönd ákærða HK68 ehf. (áður Sæ­mark-Sjáv­ar­af­urðir), sem fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins og vegna sak­ar­efna sem snúa að hans eig­in per­sónu. Meðákærði í mál­inu neitaði þá einnig al­farið sök.

Kom meira en millj­arði fyr­ir í af­l­ands­fé­lög­um

Verj­end­ur áskildu sér rétt til að skila grein­ar­gerð og óskuðu þeir eft­ir átta vikna fresti til þess. Dóm­ari ákvað í kjöl­farið að fresta þing­haldi fram til 15. des­em­ber.

Sig­urður var ákærður ásamt tveim­ur öðrum mönn­um í stór­felldu skatta­laga­broti sem teng­ist rekstri fiskút­flutn­ings­fyr­ir­tæk­is­ins Sæ­marks-Sjáv­ar­af­urðum ehf. á ár­un­um 2010 til 2017.

Sig­urður er eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins en hann er ákærður fyr­ir að hafa kom­ist hjá því að greiða tæp­lega hálf­an millj­arð króna í skatta eft­ir að hafa tekið tæp­lega 1,1 millj­arð út úr rekstri fé­lags­ins og komið fyr­ir í af­l­ands­fé­lög­um sem hann átti.

Þá er hann einnig sagður hafa kom­ist hjá því að greiða sam­tals yfir 100 millj­ón­ir í skatta í tengsl­um við rekst­ur Sæ­marks með því að hafa van­fram­talið tekj­ur fé­lags­ins og launa­greiðslur starfs­manna upp á sam­tals 1,1 millj­arð og þar með kom­ist hjá því að  greiða 81,8 millj­ón­ir í trygg­inga­gjald.

Rang­ir og til­hæfu­laus­ir reikn­ing­ar

Hinir menn­irn­ir tveir eru ákræðir fyr­ir að hafa aðstoðað Sig­urð Gísla við brot sín meðal ann­ars með út­gáfu rangra og til­hæfu­lausra sölu­reikn­inga

Þess er kraf­ist að bæði Sig­urður og hinir menn­irn­ir tveir verði dæmd­ir til refs­ing­ar og til greiðslu alls sak­ar­kostnaðar.

Þá er kraf­ist upp­töku á jafn­v­irði rúmra 13 millj­óna króna á banka­reikn­ing­um Sæ­marks-Sjáv­ar­af­urða.

Ekki fyrsta málið tengt Sæ­marki

Þetta er ekki fyrsta málið sem teng­ist Sæ­marki en árið 2019 var út­gerðarmaður dæmd­ur í tíu mánaða skil­orðsbundið fang­elsi og til að greiða 36 millj­ón­ir í sekt í tengsl­um við skatta­laga­brot og pen­ingaþvætti í tengsl­um við út­gáfu rangra reikn­inga á hend­ur Sæ­marki í þeim til­gangi að taka fjár­muni úr fé­lag­inu í eig­in þágu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert