Full ástæða til að skoða framsal lögregluvalds

Fyrir utan Hörpu er leiðtogafundurinn var haldinn, 16. og 17. …
Fyrir utan Hörpu er leiðtogafundurinn var haldinn, 16. og 17. maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heim­ild rík­is­lög­reglu­stjóra til að fela er­lend­um rík­is­borg­ur­um fram­kvæmd lög­gæslu­verk­efna er óskýr og orðalag í lög­um of rúmt, að sögn for­manns stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is.

Nefnd­in fundaði í dag og ræddi þar er­lendu lög­reglu­menn­ina sem sinntu lög­gæslu við Hörpu í tengsl­um við leiðtoga­fund Evr­ópuráðsins í Reykja­vík 16. og 17. maí 2023.

Þá hafði umboðsmaður Alþing­is sent for­seta Alþing­is bréf þess efn­is að orðalag í lög­reglu­lög­um væri „of rúmt með til­liti til vilja lög­gjaf­ans og al­mennra sjón­ar­miða um framsal vald­heim­ilda“.

Vopnaðir lögreglumenn við Hörpu á meðan á leiðtogafund Evrópuráðs stóð …
Vopnaðir lög­reglu­menn við Hörpu á meðan á leiðtoga­fund Evr­ópuráðs stóð nú í maí. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Snýst um full­veldi og ör­yggi borg­ara

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar­inn­ar, seg­ir að til­efni sé til þess að málið verði tekið fyr­ir á Alþingi.

„Það er eitt­hvað sem þingið þarf að taka til skoðunar,“ seg­ir Þór­unn. „Það sem þetta snýst um, ef hægt er að kjarna það, er að ann­ars veg­ar að Ísland er full­valda ríki og á þar með að hafa stjórn á því hverj­ir bera vopn. Hins veg­ar snýst þetta um ör­yggi borg­ara.“

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipuar- og eftirlitsnefndar.
Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, formaður stjórn­skipu­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hún tek­ur und­ir það að heim­ild­in sé óskýr og býsna opin. Hún býst við því að þingið skoði laga­heim­ild­ina bet­ur.

„Ég sem formaður nefnd­ar­inn­ar tel fulla ástæðu vera til þess að taka málið upp og kanna það bet­ur,“ seg­ir Þór­unn að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert