„Koma til Íslands og fallast í faðma“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Tutt­ugu ára af­mæli tölvu­leiks­ins EVE On­line er fagnað hér á landi um helg­ina á hátíðinni EVE Fan­fest CCP. Hátíðin fer fram í 16. sinn en hún var fyrst hald­in ári eft­ir út­gáfu leiks­ins, árið 2004, og hef­ur síðan vaxið mikið í um­fangi og fjölda þátt­tak­enda.

    Upp­selt er á hátíðina en um 2000 manns frá 56 mis­mun­andi lönd­um sækja hátíðina í ár. Á hátíðinni kynn­ir CCP ýms­ar nýj­ung­ar í vöruþróun sinni og í EVE heim­in­um. Fjöldi blaðamanna og sam­starfsaðila CCP úr tölvu­leikja- ný­sköp­un­ar- og tækni­geir­an­um eru komn­ir til lands­ins.

    Gestir á Fanfest voru í góðum gír í Grósku í …
    Gest­ir á Fan­fest voru í góðum gír í Grósku í dag. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

    Þjóðfund­ur spil­ara

    Fyr­ir spil­ara EVE On­line er Fan­fest nokk­urs­kon­ar þjóðfund­ur en dag­skrá­in sam­an­stend­ur af fyr­ir­lestr­um og pall­borðsum­ræðum um efna­hags­mál, sagn­fræði og stjórn­mál í EVE heim­in­um. Fullt af viðburðum eiga sér stað um helg­ina fyr­ir ráðstefnu­gest­ina þar sem tón­list­armaður­inn Daði Freyr kem­ur meðal ann­ars fram ásamt hljóm­sveit.

    Stjörnu­fræðing­ur­inn Mark McCaug­hre­an frá Geim­vís­inda­stofn­un Evr­ópu er einnig mætt­ur til lands­ins og fer með er­indi í Laug­ar­dals­höll­inni. 

    Spennt­ur fyr­ir helg­inni

    Fyrsti dag­ur hátíðar­inn­ar var í dag þar sem gest­ir sóttu miðana sína í Grósku en þar fóru fram nokkr­ir fyr­ir­lestr­ar og vinnu­stof­ur. Mbl.is fór á staðinn og hitti þar Eld­ar Ástþórs­son sem er vörumerkja­stjóri CCP. Hann var virki­lega spennt­ur fyr­ir helg­inni og 20 ára af­mæli tölvu­leiks­ins.

    Langar raðir voru í skráningu gesta.
    Lang­ar raðir voru í skrán­ingu gesta. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

    „Þetta er skemmti­leg­ur og stór dag­ur þar sem við erum að hefja þessa hátíð, EVE Fan­fest.“

    Aðspurður hvort fólk sé að koma til lands­ins til þess að hitta vini sína sem þau hafi kynnst í gegn­um tölvu­leik­inn seg­ir hann að það sé al­gengt. 

    „Spil­ar­ar eru að koma hingað fyrst og fremst til þess að hitta aðra spil­ara. Það eru mjög mörg dæmi um það að fólk eru kannski svarn­ir óvin­ir í EVE On­line en koma til Íslands og fall­ast í faðma og hitt­ast á barn­um og bara skemmta sér. Það eru pall­borðsum­ræður og fyr­ir­lestr­ar um sagn­fræði, efna­hags­mál og stríð en allt í EVE heim­in­um“ sagði Eld­ar en viðtalið má sjá í heild sinni í spil­ar­an­um hér að ofan.

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert