Eimskip „fullmeðvitað“ um mögulegar afleiðingar

Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa.
Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa. Samsett mynd

Lögmaður Sam­skipa seg­ir ákvörðun fyr­ir­tæk­is­ins um að sækja bæt­ur á hend­ur Eim­skipi rök­rétt fram­hald á sátt Eim­skips við Sam­keppnis­eft­ir­litið. Ákvörðun Eim­skips hafi nú þegar valdið Sam­skip­um tölu­verðu fjár­hags­legu tjóni og ætti það að hafa verið ljóst fyr­ir Eim­skip hvaða áhrif þessi sátt myndi hafa á sam­keppn­isaðilann sinn, Sam­skip.

„Þeir eru með mjög al­var­leg­um hætti, að okk­ar mati, að saka Sam­skip um ólög­mæta, og eft­ir at­vik­um refsi­verða hátt­semi. Sú staðreynd að þeir hafi gert það er eitt­hvað sem er til þess fallið að valda tjóni og búsifj­um í rekstri fé­lags­ins í heild sinni. Við ætl­um að láta reyna á það hvort að keppi­naut­ur fé­lags­ins geti kom­ist upp með at­höfn af þess­um toga,“ seg­ir Hörður Fel­ix Harðar­son, lögmaður Sam­skipa, í sam­tali við mbl.is.

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag þá hef­ur Sam­skip falið Mörk­inni lög­manns­stofu að sækja bæt­ur á hend­ur Eim­skipi vegna meintra ólög­mætra og sak­næmra at­hafna fé­lags­ins gagn­vart Sam­skip­um.

Eim­skip hafi í sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið (SKE) lýst því yfir að fé­lagið hafi átt í sam­ráði við Sam­skip sem efnt hafi verið til á fundi 6. júní 2008 og í fram­haldi þess fund­ar.

Þegar valdið Sam­skip­um fjár­hags­legu tjóni

Nú er Sam­skip að leit­ast eft­ir viður­kenn­ingu á bóta­skyldu Eim­skips án fjár­hæðar. Hörður seg­ir það mjög ein­falt mál að sýna fram á það tjón sem Eim­skip á að hafa valdið Sam­skip­um sem af­leiðing af sátt Eim­skips.

„Þú þarft ekki að leita lengra en bara í það hvaða stöðu Sam­skip er núna í varðandi út­gjöld og vinnu starfs­manna sem fer í það að verj­ast þess­um röngu ásök­un­um sem Eim­skip hef­ur stuðlað að með að koma með þess­ar staðhæf­ing­ar. Auðvitað er tjónið samt miklu um­fangs­meira en bara það því þetta hef­ur veru­lega áhrif á rekst­ur­inn, viðskipta­vini og lán­veit­end­ur. Þetta hef­ur bara áhrif víða,“ seg­ir Hörður.

Spurður hvort Eim­skip hafi gert þessa sátt með það í huga að það myndi skaða Sam­skip, í ljósi þess að hann minn­ist reglu­lega á það að fyr­ir­tæk­in séu sam­keppn­isaðilar, seg­ir hann svo ekki vera. 

„Ég er ekki að ýja að því að þetta hafi verið vilj­andi gert en ég held hins veg­ar að þeir hafi verið fullmeðvitaðir um hvaða af­leiðing­ar þetta gæti haft. Það sem ég tel að þeir hafi líka verið meðvitaðir um er það að yf­ir­lýs­ing­arn­ar í þess­ari sátt eru um grund­vall­ar­atriðin í henni. Það er að segja að þetta sam­ráð sem á að hafa kom­ist á á fundi 6. Júní, eða í fram­haldi hans, eru rang­ar,“ seg­ir Hörður og bæt­ir við:

„Ég er með bæði gögn í hönd­un­um og yf­ir­lýs­ing­ar fé­lags­ins sjálfs um það efn­is sem ég tel að séu ein­fald­lega rétt­ar. Það að fara fram með svona yf­ir­lýs­ing­ar hef­ur nátt­úru­lega af­leiðing­ar. Þeir geta ekki lýst þessu yfir og sakað Sam­skip um ein­hverja hátt­semi af þess­um toga án þess að það hafi af­leiðing­ar."

Seg­ir SKE hafa farið offari

Hörður seg­ir ekki hægt að mæla það hversu mikið ákvörðun Eim­skipa um að gera sátt við SKE hafði áhrif á lok­aniður­stöðu eft­ir­lits­ins, en að ákvörðunin hafi aug­ljós­lega vegið þungt.

„Ég held að sú ábyrgð sé tals­verð því auðvitað skipt­ir það máli fyr­ir eft­ir­litið að ann­ar aðil­inn í ætluðu sam­ráði stígi fram og viður­kenn­ir sök eins og þarna var gert. En auðvitað ætti eft­ir­litið eft­ir sem áður að horfa til gagna máls­ins og skýr­ing­anna sem fram hafa komið, en þeir gera það ekki og styðjast við sátt­ina til að rétt­læta þessa ákvörðun.“

Hörður seg­ir það ekk­ert laun­ung­ar­mál að Sam­skip telji að SKE hafi farið offari með ákvörðun sinni. Öll fram­setn­ing þeirra sé „full­kom­lega skert allri hlut­lægni og meðferð máls­ins í heild bara mjög al­var­leg og ábóta­vant“.

„Það leiðir til niður­stöðu sem við vit­um að er efn­is­lega ekki rétt,“ seg­ir Hörður.

Málsmeðferðin verður í lengra lagi

Í til­kynn­ingu frá Sam­skip­um fyrr í dag kom fram að Sam­skip hefði skilað inn til áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála kæru vegna ákvörðunar SKE frá 31. ág­úst síðastliðnum um að leggja á Sam­skip 4,2 millj­arða króna sekt fyr­ir þátt­töku í meintu sam­ráði við Eim­skip. Þar er þess kraf­ist að ákvörðun SKE verði felld úr gildi.

Nú tek­ur því við málsmeðferð hjá áfrýj­un­ar­nefnd­inni og tel­ur Hörður að sú málsmeðferð verði í lengri kant­in­um og taki að lág­marki nokkra mánuði. 

Ertu bjart­sýnn?

„Já ég er mjög bjart­sýnn," seg­ir Hörður að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert