Mjög alvarlegt ef um hatursglæp er að ræða

„Þetta er ráðstefna sem við vorum að styðja og fjallaði …
„Þetta er ráðstefna sem við vorum að styðja og fjallaði einmitt um þessa stöðu og svo bara raungerist hún,“ segir forsætisráðherra. segir Katrín. Samsett mynd

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra kveðst sleg­in yfir þeim fregn­um að ráðist hafi verið á ráðstefnu­gest Sam­tak­anna 78 í gær­kvöldi. Hyggst hún ráðast í þær aðgerðir sem hún get­ur til þess að vekja at­hygli á hat­ursorðræðu í sam­fé­lag­inu.

Fyrr í dag var greint frá því að ráðist hafi verið á karl­mann sem sótti ráðstefnu Sam­tak­anna '78. Formaður sam­tak­anna sagði einnig við mbl.is í dag að veist hafi verið að litl­um hópi ráðstefnu­gesta sem voru á göngu niðri í bæ á mánu­dag. Grun­ur leik­ur á að fleiri en einn hafi komið að árás­inni.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvort um sé að ræða hat­urs­glæp eða ekki en lög­regl­an skoðar nú hvort rann­saka eigi árás­ina sem slík­an.

„Ef það er svo að þarna séu slík­ar ástæður að baki þá er það auðvitað bara mjög al­var­legt,“ seg­ir Katrín í sam­tali við mbl.is

Ein­mitt fjallað um bak­slag í rétt­inda­bar­áttu

„Ég var rosa­lega sleg­in við að lesa þess­ar fregn­ir, því ég var þarna í gær og það var svo mik­il já­kvæðni og kraft­ur,“ seg­ir Katrín.

For­sæt­is­ráðherra stýrði fundi í Nor­rænu ráðherra­nefnd­inni um jafn­rétti og hinseg­in mál­efni í gær. Þá var bak­slagið í rétt­inda­bar­áttu hinseg­in fólks sér­stak­lega til umræðu. Ráðstefna Sam­tak­anna ‘78 var síðan einnig hald­in í sam­starfi við for­sæt­is­ráðuneytið og ráðherra­nefnd­ina.

„Þetta er ráðstefna sem við vor­um að styðja og fjallaði ein­mitt um þessa stöðu og svo bara raun­ger­ist hún,“ seg­ir for­sæt­is­ráðherra. 

Norræna ráherranefndin á fundinum í gær. Á borðunum er einmitt …
Nor­ræna rá­herra­nefnd­in á fund­in­um í gær. Á borðunum er ein­mitt vitnað í bak­slagið. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Bak­slagið til umræðu á alþjóðavísu

Hún bend­ir á að sam­hliða laga­leg­um úr­bót­um á rétt­ind­um hinseg­in fólks hafi bak­slag í bar­átt­unni gert við sig vart – bak­slag „sem öll Norður­lönd­in hafa fundið fyr­ir og er auðvitað bara mikið til umræðu á alþjóðavísu“.

Í vor lagði for­sæt­is­ráðherra fram sér­staka aðgerðaáætl­un gegn hat­ursorðræðu, sem mætti nokk­urri and­stöðu á þing­inu. Katrín hyggst þó leggja fram end­ur­skoðaða áætl­un fyr­ir þingið en fram að því beita sér til hins fyllsta að vekja at­hygli á hat­ursorðræðu í sam­fé­lag­inu.

„Ég hef ákveðið að taka [aðgerðaáætl­un­ina] til end­ur­skoðunar en ég hef ákveðið að ráðast í þær aðgerðir sem ég get sjálf ráðist í, bara í krafti míns embætt­is sem for­sæt­is­ráðherra,“ seg­ir Katrín.

„Ég held að það veiti bara ekki af. Í raun­inni snú­ast aðgerðir gegn hat­ursorðræðu ekki um að skerða tján­ing­ar­frelsi fólks. Þetta snýst um það að fólk sé ekki að skerða frelsi annarra með kerf­is­bundn­um hætti í gegn um hat­urs­fulla og niðrandi fram­komu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert