Vilja að Pálmar stígi til hliðar

Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður RSÍ.
Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður RSÍ. mbl.is/Árni Sæberg

Miðstjórn Rafiðnaðarsam­bands Íslands ger­ir veru­leg­ar at­huga­semd­ir við setu Pálm­ars Óla Magnús­son­ar í stjórn Birtu líf­eyr­is­sjóðs, á meðan hann hef­ur rétt­ar­stöðu sak­born­ings og í ljósi birt­ingu ákvörðunar Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um brot Sam­skipa gegn banni við ólög­mætu sam­ráði.

Pálm­ar Óli var fram­kvæmda­stjóri milli­landa­sviðs Sam­skipa á þeim tíma sem ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins nær til.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá RSÍ.

„Seta Pálm­ars Óla í stjórn og sem stjórn­ar­formaður Birtu líf­eyr­is­sjóðs get­ur haft þær af­leiðing­ar að skaða ímynd Birtu meðal sjóðsfé­laga og al­menn­ings og haft bein áhrif á trú­verðug­leika og orðspor sjóðsins.

Miðstjórn RSÍ skor­ar á Pálm­ar Óla Magnús­son að stíga til hliðar á meðan rann­sókn máls­ins stend­ur yfir. Ástæða þess er sú að miðstjórn sem og full­trúaráð launa­fólks hjá Birtu líf­eyr­is­sjóði met­ur svo að Pálm­ar Óli upp­fylli ekki leng­ur skil­yrði grein­ar 5.3 samþykkta Birtu líf­eyr­is­sjóðs um gott orðspor, vegna fyrr greindra atriða.

Miðstjórn RSÍ tel­ur aðgerðal­eysi Sam­taka at­vinnu­lífs­ins gagn­vart þessu máli veru­lega gagn­rýni­vert og vek­ur upp spurn­ing­ar um það hvort eðli­legt sé að full­trú­ar at­vinnu­rek­enda sitji í stjórn­um sjóða sem hafa það eitt mark­mið að tryggja launa­fólki líf­eyri á efri árum. Ein­sýnt er að nauðsyn­legt er að gera breyt­ing­ar á aðkomu at­vinnu­rek­enda í stjórn­um líf­eyr­is­sjóða,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert