Bjarni kveðst hlakka til nýja embættisins

Formenn ríkisstjórnarflokkanna á blaðamannafundi í morgun.
Formenn ríkisstjórnarflokkanna á blaðamannafundi í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra og væntanlegur utanríkisráðherra, segist vera „fullur eldmóðs og tilhlökkunar“ um að hefja störf í utanríkisráðuneytinu.

For­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna – Katrín Jak­obs­dótt­ir, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son og Bjarni Bene­dikts­son – til­kynntu á blaðamannafundi í Eddu í dag að Bjarni, frá­far­andi fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, myndi skipta um embætti við Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur ut­an­ríkisráðherra.

Eft­ir að álit umboðsmanns Alþing­is vegna sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka var birt sagði Bjarni af sér. Þó kvaðst hann ekki sam­mála álit­inu.

Sagði af sér til að „skapa frið“

Bjarni sagði á fundinum í dag að afsögn sín úr embætti hefði snúist um að „skapa frið“ í ríkisstjórn. Eftir að hafa rætt við marga samflokksmenn og samstarfsfólk í ríkisstjórninni „komi ekki annað til greina fyrir formann Sjálfstæðisflokksins“ að standa við stjórnarsáttmálann og halda ríkisstjórninni starfandi. 

„Ég er fullur eldmóðs og tilhlökkunar að fara inn á þann vettvang,“ sagði Bjarni eftir að hafa tilkynnt stólaskipti sín við Þórdísi.

„Þar bíða stór verkefni. Það að standa vörð um hagsmuni Íslands á alþjóðavettvangi, ekki síst á það við nú þegar einhverjir mestu ófriðartímar eru sem við höfum upplifað um langt skeið,“ bætti hann við.

„Ég er sannfærður í hjarta mínu að við getum náð árangri fyrir þjóðina,“ sagði Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka