Lögreglustöðinni lokað vegna myglu

Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað lögreglustöðinni við Hringbraut í Keflavík vegna raka og myglu.

Fram kemur á vef Víkurfrétta að lögreglustöðinni hafi verið skellt í lás í hádeginu í gær og næstu dagar fari í að koma starfseminni sem var á stöðinni við Hringbraut í starfsstöð við Brekkustíg.

Þá segir að það eigi að reyna að nota hluta húsnæðisins við Hringbraut áfram. Mögulegt sé að nota fangageymslur áfram. Þar þarf að tryggja loftgæði og aðstöðu fyrir lögregluvakt á meðan fangar eru í húsinu.

Víkurfréttir greina frá því að Framkvæmdasýsla ríkisins hafi gert úttekt á húsnæði lögreglunnar við Hringbraut og að rannsókn hafi leitt í ljós raka í veggjum og gólfum. Þá greindist einnig mygla á þeim stöðum þar sem sýni voru tekin.

Lögreglustöðin í Keflavík.
Lögreglustöðin í Keflavík. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka