Tímamót í íslenskri knattspyrnu

Jóhannes Eðvaldsson skorar fyrra mark Íslands með svokallaðri hjólhestaspyrnu eða …
Jóhannes Eðvaldsson skorar fyrra mark Íslands með svokallaðri hjólhestaspyrnu eða bakfallsspyrnu, sem var sjaldséð á þessum tíma. mbl.is/Friðþjófur Helgason

Árang­ur í íþrótt­um hef­ur oft glatt Íslend­inga og stund­um er sagt að karla­landsliðið í fót­bolta hafi hrein­lega bjargað geðheilsu lands­manna á öðrum ára­tug líðandi ald­ar með frá­bær­um ár­angri í und­an- og aðal­keppni Evr­ópu­móts­ins 2016 og heims­meist­ara­keppn­inn­ar 2018.

Áður höfðu reynd­ar und­ur og stór­merki gerst. Eft­ir 2:1-sig­ur á Aust­ur-Þjóðverj­um í undan­keppni EM 1976 á Laug­ar­dals­velli 5. júní 1975 þurfti þriggja hæða fimm dálka fyr­ir­sögn í Morg­un­blaðinu dag­inn eft­ir til að vekja at­hygli á mik­il­vægi úr­slit­anna, en greint var frá leikn­um á báðum útsíðum auk íþrótta­opnu.„Stærsti dag­ur ís­lenzkr­ar knatt­spyrnu er þýzka stór­veldið var að velli lagt í glæsi­leg­um leik í gær“ var helsta fyr­ir­sögn dags­ins.

Leiks­ins í Reykja­vík fyr­ir tæp­lega hálfri öld var beðið með mik­illi eft­ir­vænt­ingu eft­ir marka­laust jafn­tefli við Frakk­land skömmu áður og 1:1-jafn­tefli í Aust­ur-Þýskalandi í októ­ber 1974, en í báðum til­vik­um var talað um æv­in­týri. Morg­un­blaðið sagði frá því að er­lend­ir fjöl­miðlar „nefndu ís­lenska liðið hinn nýja „spútnik“ knatt­spyrn­unn­ar“, en varað var við of mik­illi bjart­sýni í blaðinu á leik­degi og bent á að Aust­ur-Þjóðverj­ar, sem hefðu orðið í 5.-6. sæti í nýliðinni heims­meist­ara­keppni, væru í fremstu röð knatt­spyrnuliða heims. „Eitt það bezta sem sézt hef­ur á Laug­ar­dals­vell­in­um.“

Skjá­skot/​Tíma­rit.is

Tony Knapp landsliðsþjálf­ari sagði að lands­leik­ur­inn yrði sá erfiðasti um­rætt sum­ar og end­ur­tók í sam­tali við Morg­un­blaðið það sem hann sagði fyr­ir Frakka­leik­inn. „Íslend­ing­ar eru lítið farn­ir að leika á grasi í sum­ar og eru ekki komn­ir í fulla æf­ingu.“ Ekki væri samt ástæða til svart­sýni og vara­menn­irn­ir væru ekki síður mik­il­væg­ir en þeir sem spiluðu all­an leik­inn.

Í ís­lenska liðinu voru Sig­urður H. Dags­son, Gísli Torfa­son, Jón Pét­urs­son, Marteinn Geirs­son, Jó­hann­es Eðvalds­son, Hörður Hilm­ars­son (Karl Her­manns­son 77. mín.), Guðgeir Leifs­son, Ólaf­ur Eggert Júlí­us­son, Ernst Elm­ar Geirs­son (Matth­ías Hall­gríms­son 85.), Ásgeir Sig­ur­vins­son og Teit­ur Bene­dikt Þórðar­son. Ónotaðir vara­menn voru Árni Stef­áns­son, Björn Lárus­son, Grét­ar Magnús­son og Jón Gunn­laugs­son.

All­ir viðmæl­end­ur Morg­un­blaðsins spáðu Aust­ur-Þjóðverj­um sigri en í um­sögn blaðsins um leik­inn sagði að ef hægt væri að gagn­rýna eitt­hvað væri það helst að ís­lenska liðið skyldi ekki skora fleiri mörk. „Á Íslandi er nú lið sem get­ur jafn­vel boðið hinum beztu byrg­inn.“

Nán­ari um­fjöll­un má lesa í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert