„Ómögulegt að taka skref til baka“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að það standi ekki til að …
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að það standi ekki til að gera breytingar á valdbeitingarheimildum lögreglunnar. Samsett mynd/mbl.is/Arnþór/Eggert

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra seg­ir að ekk­ert hafi breyst í skil­yrðum varðandi vopna­b­urð lög­regl­unn­ar. „Eng­in stefnu­breyt­ing hef­ur verið gerð og ekki stend­ur til að gera breyt­ing­ar á vald­beit­ing­ar­heim­ild­um lög­regl­unn­ar. Það er því ómögu­legt að taka skref til baka.“

Þetta sagði Guðrún í sér­stakri umræðu á Alþingi um vopna­b­urð lög­regl­unn­ar, en máls­hefj­andi var Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Pírata. 

Hef­ur áhyggj­ur af þró­un­inni

Guðrún lagði áherslu á í ræðu sinni að þessi mál­efni væru und­ir stöðugu end­ur­mati og þyrfti að end­ur­spegla þá þróun sem ætti sér stað í okk­ar sam­fé­lagi. Hún benti á, að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra hefði al­var­leg­um of­beld­is­brot­um og vopnuðum út­köll­um lög­reglu og sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra fjölgað síðustu ár. Töl­fræðin bæri með sér að veru­leg aukn­ing hefði orðið í út­köll­um þar sem þeir aðilar sem lög­regl­an þyrfti að hafa af­skipti af bæru vopn.

„Ég hef áhyggj­ur af þess­ari þróun,“ sagði ráðherra. 

Til­efni til að end­ur­hugsa málið?

Arn­dís Anna benti á í ræðu sinni, að sam­kvæmt rann­sókn­um væru lög­regluþjón­ar sem bæru raf­byss­ur helm­ingi lík­legri til þess að beita valdi í störf­um sín­um miðað við lög­reglu­menn sem bæru hvorki skot­vopn né raf­byss­ur. Einnig hefði verið sýnt fram á að lík­legra væri að ráðist væri á þá. Aðrir lög­regluþjón­ar sem væru með lög­regluþjón­um sem bæru raf­byss­ur á vakt væru einnig lík­legri til þess að beita valdi í störf­um sín­um en ella.

Hún spurði m.a. hvort það kæmi til greina hjá ráðherra stíga skref til baka og end­ur­hugsa þessa stefnu. 

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var málshefjandi.
Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Pírata, var máls­hefj­andi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ígrunduð ákvörðun

Guðrún benti á í sinni ræðu, að tilkoma raf­varna­opna ætti sér lang­an aðdrag­anda en lög­regl­an hefði allt frá ár­inu 2007 haft til skoðunar hvort rétt væri að taka slík vopn upp hér á landi og á und­an­förn­um árum hefði reglu­lega komið til umræðu hvort til­efni sé til að fjölga vald­beit­ing­ar­tækj­um fyr­ir lög­reglu við fram­kvæmd skyldu­starfa sinna.

„En að því sögðu vil ég ít­reka það sem kom fram í fyrri ræðu minni að það hef­ur ekk­ert breyst í skil­yrðum fyr­ir vopna­b­urði lög­reglu. Eng­in stefnu­breyt­ing hef­ur verið gerð og ekki stend­ur til að gera breyt­ing­ar á vald­beit­ing­ar­heim­ild­um lög­regl­unn­ar. Það er því ómögu­legt að taka skref til baka, líkt og hátt­virt­ur þingmaður nefndi hér í sinni ræðu og end­ur­meta stöðuna líkt og hátt­virt­ur þingmaður orðaði það. Ég lagði mat á stöðu mála þegar ég tók við embætti og tók ígrundaða ákvörðun um að halda áfram á sömu braut. Til­gang­ur­inn með rýni­hópn­um og skýrslu­gjöf að 18 mánuðum liðnum er að end­ur­meta stöðuna,“ sagði Guðrún. 

Mark­mið að tryggja ör­yggi

Arn­dís tók fram í lok umræðunn­ar að þing­menn væru sam­mála um mark­miðið sem væri að auka ör­yggi borg­ar­anna og ör­yggi lög­regluþjóna við störf sín. Hún bætti þó við og sagði að of­beldi yrði aldrei út­rýmt með meira of­beldi.

Guðrún tók fram að hún fyndi til mik­ill­ar ábyrgðar í þess­um mála­flokki og þess vegna hefði hún sem dóms­málaráðherra ein­sett sér að bregðast við þeirri stöðu sem upp væri kom­in hér á landi með þeim aðgerðum sem tryggðu best ör­yggi al­menn­ings. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert