Meginmarkmiðið að efla fagorðaforða

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Auk­in áhersla á fag­orðaforða er ein af lyk­ilaðgerðum til að bregðast við löku gengi ís­lenskra ung­menna í PISA, könn­un Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD), sam­an­borið við aðra nem­end­ur á Norður­lönd­un­um. Þetta seg­ir menn­inga- og viðskiptaráðherra. 

Freyja Birg­is­dótt­ir, sviðsstjóri mats­sviðs hjá Mennta­mála­stofn­un, sagði í gær að það væri ekk­ert laun­ung­ar­mál að lesskiln­ingi ís­lenskra ung­menna hefði hrakað und­an­far­inn ára­tug. 

Sér­stök áhersla lögð á orðaforða barna

Lilja Al­freðsdótt­ir, menn­inga- og viðskiptaráðherra, seg­ir í sam­tali við mbl.is, að lögð hafi verið sér­stök áhersla á orðaforða til að bregðast við slöku gengi ís­lenskra barna og ung­menna í PISA. Það verði því spenn­andi að sjá hvort sú áhersla hafi skilað ár­angri, það er að segja þegar niður­stöður næstu PISA-könn­un­ar liggja fyr­ir. 

Skili sú áhersla ekki til­sett­um ár­angri bind­ur Lilja von­ir við nýja ís­lenskugátt, sem brátt verður kynnt, þar sem hægt verður að nálg­ast allt efni sem teng­ist orðaforða og mál­fræði í gegn­um þau tæki sem börn og ung­menni nota í sínu dag­lega lífi. 

Raun­sæ­is­hyggja verður að gilda til að ná ár­angri

„Það er ákveðin raun­sæ­ishyggja sem verður að gilda til að ná ár­angri,“ seg­ir Lilja sem tel­ur mik­il­vægt að náms­efnið sé áhuga­vert og að nem­end­ur sjái sér hag í því að leggja rækt við ís­lensk­una. 

„Það er þannig að ef nem­end­ur eru góðir í móður­mál­inu, þá skil­ar það sér inn í öll önn­ur fög,“ seg­ir Lilja og bæt­ir við að sterk fylgni sé milli þess að hafa gott vald á móður­máli og náms­ár­ang­urs. Seg­ir hún fleiri at­vinnu­tæki­færi jafn­an fylgja góðu gengi í skóla. Því sé um að ræða gríðarlegt hags­muna­mál fyr­ir ungt fólk að geta eflt orðaforða sinn. 

„Vegna þess að með því að hafa góðan orðaforða þá hef­ur þú skiln­ing. Ef barn hef­ur ekki skiln­ing á 98% af því sem er skrifað þá get­ur það ekki dregið rök­rétt­ar álykt­an­ir og það er það sem er að ger­ast í PISA-könn­un­um af því að orðaforðinn er ekki nógu rík­ur,“ seg­ir Lilja og bæt­ir við:

„Við fór­um í mjög mikla vinnu á síðasta kjör­tíma­bili með það að mark­miði að efla fag­orðaforða og ég von­ast til þess að það sé búið að fram­fylgja því.“  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert