Meirihluti óánægður með heilbrigðisþjónustu

Mest ánægja með opinbera heilbrigðisþjónustu er meðal elsta aldurshópsins en …
Mest ánægja með opinbera heilbrigðisþjónustu er meðal elsta aldurshópsins en tæplega 41% þeirra sem eru 65 ára og eldri finnst staðið vel að henni. Minnst ánægja er meðal yngsta aldurshópsins en tæplega 20% þeirra sem eru á aldrinum 18-24 ára finnst staðið vel að opinberri heilbrigðisþjónustu. Ljósmynd/Colourbox

Meirihluta Íslendinga finnst illa staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu hér á landi ef marka má netkönnun Prósents sem lögð var fyrir nýlega.

Könnunin var lögð fyrir 1.800 einstaklinga og um helmingur þeirra svaraði.

Tveggja spurninga var spurt.

  • Á heildina litið hversu vel eða illa finnst þér staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu á Íslandi?
  • Finnst þér að opinber heilbrigðisþjónusta á Íslandi hafi þróast til hins betra eða til hins verra á síðastliðnum 10 árum?

Tæplega 54% finnst illa vera staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu, um 18% svarar hvorki né og 28% finnst vera staðið vel að henni.

Mynd/Prósent

Mest ánægja með opinbera heilbrigðisþjónustu er meðal elsta aldurshópsins en tæplega 41% þeirra sem eru 65 ára og eldri finnst staðið vel að henni. Minnst ánægja er meðal yngsta aldurshópsins en tæplega 20% þeirra sem eru á aldrinum 18-24 ára finnst staðið vel að opinberri heilbrigðisþjónustu.

Að sama skapi finnst rúmlega 60% þeirra sem tilheyra yngsta aldurshópnum illa staðið að opinberri heilbrigðisþjónustu en rúmlega 43% þeirra sem tilheyra elsta aldurshópnum.

Konur láta verr að opinberri heilbrigðisþjónustu en karlar. Tæplega 58% þeirra finnst illa staðið að henni en rúmlega 50% karla.

Mynd/Prósent
Mynd/Prósent

Tæplega 63% þjóðarinnar finnst opinber heilbrigðisþjónusta hafa þróast til hins verra, 17% finnst hún hafa staðið í stað og 20% finnst hún hafa þróast til hins betra á síðastliðnum 10 árum.

Mynd/Prósent
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert