Sá grunaði ekki lengur í farbanni

Lögreglan fór fram á að farbannið yrði lengt.
Lögreglan fór fram á að farbannið yrði lengt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Farbann yfir karlmanni sem grunaður er um að hafi orðið ungri konu að bana í heimahúsi á Selfossi í lok apríl, rann út í síðustu viku.

Lögreglan fór fram á að farbannið yrði framlengt en Héraðsdómur Suðurlands hafnaði kröfunni. Hefur ákvörðunin verið kærð til Landsréttar.

Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Allt komið í hús

Maðurinn sem liggur undir grun sat í 18 vikur í gæsluvarðhaldi, eða rúmlega fjóra mánuði. Lög um meðferð saka­mála kveða á um að ekki megi úr­sk­urða sak­born­ing til að sæta gæslu­v­arðhaldi leng­ur en tólf vik­ur nema að brýn­ir rann­sókn­ar­hags­mun­ir krefj­ist þess.

Rannsókn lögreglu hefur dregist á langinn sökum þess að töluverð bið hefur verið eftir krufningarskýrslunni og ýmsum tæknigögnum, að sögn Sveins Kristjáns.

Nú er „allt komið í hús“ og gerir hann ráð fyrir að málið verði komið á borð héraðssaksóknara í næstu viku. Er nú einungis lokafrágangur eftir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert