„Eins og að horfa inn í sláturhús“

Aðalmeðferð hófst í Ólafsfjarðarmálinu í dag.
Aðalmeðferð hófst í Ólafsfjarðarmálinu í dag. Samsett mynd

Ung­ur maður, sem var á rúnt­in­um sunnu­dags­kvöldið 3. októ­ber 2022 á Ólafs­firði og kom að heim­il­inu þar sem Tóm­as Waag­fjörð lést í kjöl­far átaka við Steinþór Ein­ars­son, seg­ir að allt hafi verið úti í blóði þegar hann kom inn á heim­ilið.

„Þetta var eins og að horfa inn í slát­ur­hús,“ sagði ungi maður­inn spurður af Kol­brúnu Bene­dikts­dótt­ur vara­héraðssak­sókn­ara að því hvernig aðkom­an hafi verið á heim­il­inu. 

Ungi maður­inn var á rúnt­in­um með stelpu frá Ólafs­firði og komu þau bæði að heim­il­inu áður en viðbragðsaðilar komu á staðinn. Gáfu þau skýrslu fyr­ir Héraðsdómi Norðulands eystra.

Ekki viss hvor réðst á hvern

Ungi maður­inn og stúlk­an höfðu verið að horfa á húsið þegar þau áttuðu sig á því að ekki væri allt með felldu. Ákváðu þau að at­huga málið bet­ur og þegar þau gengu inn í íbúðina lá Tóm­as úti í horni í eld­hús­inu og allt var úti í blóði. 

Fór ungi maður­inn strax í það að at­huga með ástand Tóm­as­ar, þegar hann fann ekki púls seg­ist hann hafa dregið hann niður og hafið hjarta­hnoð. Steinþór var þá inni í her­bergi inni á gangi, þá með bundið utan um stungusár á lær­inu sem hann hlaut í áflog­un­um.

Í skýrslu­töku eft­ir að viðbragðsaðilar komu á staðinn sagði hann við lög­reglu að eig­in­kona Tóm­as­ar hefði sagt við sig að Tóm­as hafi ráðist á Steinþór. Fyr­ir dómi sagðist hann hins veg­ar hafa mis­mælt sig og átt við að hún hefði sagt hon­um að Steinþór hefði ráðist á Tóm­as.

„Voru alltaf á barn­um“ 

Sagði ungi maður­inn að hann þekkti ekki neinn sem var á heim­il­inu. Stúlk­an sagðist hins veg­ar kann­ast við öll þrjú, Tóm­as og eig­in­konu hans, „því þau voru alltaf á barn­um“ og að vin­kona eig­in­konu Tóm­as­ar væri fjar­skyld henni.

Tók hún á móti lög­reglu þegar hana bar að garði og vísaði inn í íbúðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert