Fara í vettvangsferð á Ólafsfjörð

Andlátið bar að á Ólafsfirði 3. október á síðasta ári.
Andlátið bar að á Ólafsfirði 3. október á síðasta ári. mbl.is/Sigurður Bogi

Dóm­ari, sækj­andi og verj­andi í Ólafs­fjarðar­mál­inu svo­kallaða halda nú í há­deg­inu til Ólafs­fjarðar til að skoða vett­vang­inn, þar sem Steinþór Ein­ars­son er sakaður um að hafa orðið Tóm­asi Waag­fjörð að bana 3. októ­ber á síðasta ári. 

Aðalmeðferð máls­ins hófst fyr­ir Héraðsdómi Norður­lands eystra í morg­un og gaf Steinþór skýrslu. Neit­ar hann sök og ber fyr­ir sig neyðar­vörn í mál­inu. 

Fyr­ir dómi nú í morg­un var sýnd upp­taka af því þegar at­vikið var sviðsett í íbúðinni og nú munu sem fyrr seg­ir, sækj­andi, verj­andi og dóm­ari fara á staðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert