Verkfall kann að hafa áhrif á réttarhöldin

Verkfall flugumferðarstjóra gæti tafið dagskrá aðalmeðferðar í Ólafsfjarðarmálinu á morgun.
Verkfall flugumferðarstjóra gæti tafið dagskrá aðalmeðferðar í Ólafsfjarðarmálinu á morgun. mbl.is/Þorsteinn

Yf­ir­vof­andi verk­fall flug­um­ferðar­stjóra kann að hafa áhrif á aðalmeðferð Ólafs­fjarðar­máls­ins svo­kallaða.

Tíma­bund­in vinnu­stöðvun er fyr­ir­huguð í fyrra­málið ef samn­ing­ar nást ekki og mun það hafa áhrif á inn­an­lands­flug sem og ut­an­lands­flug.

Dag­skrá­in gæti rask­ast

Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir vara­héraðssak­sókn­ari sagði við lok fyrsta dags aðalmeðferðar í Héraðsdómi Norður­lands eystra nú fyr­ir skömmu að rétt­ar­meina­lækn­ir, sem á að gefa skýrslu á morg­un, hafi átt að koma með flugi frá Reykja­vík til Ak­ur­eyr­ar í morg­un.

Ná­ist samn­ing­ar ekki þurfi rétt­ar­meina­lækn­ir­inn að koma eft­ir há­degi og því gæti dag­skrá aðalmeðferðar­inn­ar rask­ast.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert