Telja rannsóknarmann vanhæfan

Sigurður Gísli Björnsson og tveir aðrir karlmenn eru ákærðir fyrir …
Sigurður Gísli Björnsson og tveir aðrir karlmenn eru ákærðir fyrir stórfellt skattalagabrot sem tengist rekstri fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks-Sjávarafurða ehf. á árunum 2010 til 2017. mbl.is/Hákon

Frá­vís­un­ar­krafa, sem lögmaður Sig­urðar Gísla Björns­son­ar lagði fram í Héraðsdómi Reykja­ness þegar svo­nefnt Sæ­mark­s­mál var tekið fyr­ir í síðustu viku, bygg­ist á því að rann­sókn­ar­maður hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins hafi verið van­hæf­ur að lög­um til að rann­saka málið. Mál­flutn­ing­ur verður um frá­vís­un­ar­kröf­una í fe­brú­ar.

Í mál­inu eru Sig­urður Gísli og tveir aðrir karl­menn ákærðir fyr­ir stór­fellt skatta­laga­brot sem teng­ist rekstri fiskút­flutn­ings­fyr­ir­tæk­is­ins Sæ­marks-Sjáv­ar­af­urða ehf. á ár­un­um 2010 til 2017.

Í bók­un sem lögð var fram í héraðsdómi af hálfu Sig­urðar Gísla og fé­lags­ins H-68 ehf., sem áður hét Sæ­mark-Sjáv­ar­af­urðir ehf., seg­ir að fyr­ir liggi að Páll Jóns­son lög­fræðing­ur hafi sinnt starfi rann­sókn­ar­manns við rann­sókn skatt­rann­sókn­ar­stjóra á mál­um Sæ­marks-Sjáv­ar­af­urða og Sig­urðar Gísla. Rann­sókn­inni lauk í nóv­em­ber 2020 og var mál­inu þá vísað til héraðssak­sókn­ara. Í bréfi komi fram það álit embætt­is­ins, sem byggi m.a. á rann­sókn Páls Jóns­son­ar, að Sig­urður Gísli og Sæ­mark-Sjáv­ar­af­urðir ehf. hafi gerst sek um refsilaga­brot.

Sinnti lög­fræðileg­um verk­efn­um fyr­ir Sig­urð

Í bók­un­inni seg­ir að Páll Jóns­son hafi starfað sem lög­lærður full­trúi eig­anda lög­fræðistof­unn­ar Nordik Legal á ár­inu 2011 til 2013. Einn eig­enda lög­manns­stof­unn­ar sé Andri Gunn­ars­son lögmaður, en Andri hafði stöðu grunaðs manns við rann­sókn skatt­rann­sókn­ar­stjóra á mál­efn­um Sæ­marks-Sjáv­ar­af­urða og Sig­urðar Gísla. Hann var ekki ákærður.

Þá seg­ir að í störf­um sín­um sem full­trúi Andra hafi Páll sinnt ýms­um lög­fræðileg­um verk­efn­um fyr­ir Sig­urð Gísla og Sæ­mark-Sjáv­ar­af­urðir og m.a. séð um alla skjala­gerð vegna stofn­un­ar sam­lags­fé­lags­ins Flutn­ings og Miðlun­ar, sem stofnað var 2011. Er síðan vísað í skýrslu skatt­rann­sókn­ar­stjóra þar sem segi að at­vik bendi ein­dregið til þess að stofn­un þess fé­lags hafi verið til mála­mynda í skatta­legu til­liti. Ekki var ákært vegna starf­semi þess fé­lags.

Í bók­un­inni er full­yrt að Páli hafi verið sagt upp störf­um hjá Nordik Legal í ág­úst 2013 vegna ít­rekaðra brota á skyld­um hans gagn­vart vinnu­veit­end­um sín­um og viðskipta­vin­um lög­manns­stof­unn­ar, þar á meðal gagn­vart ákærðu. Fyr­ir hendi séu sann­ar­lega at­vik eða aðstæður sem kunni að vekja vafa um óhlut­drægni Páls við rann­sókn máls­ins hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra og segj­ast ákærðu telja að Páll hafi verið mjög ósátt­ur við Andra Gunn­ars­son og viðskipta­vini hans. Hann hafi því verið van­hæf­ur að lög­um til að rann­saka mál ákærðu hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra og aug­ljóst sé að draga megi með réttu í efa óhlut­drægni hans við rann­sókn máls­ins.

Rann­sókn á eig­in gjörðum

„Páll Jóns­son komst m.a. að þeirri niður­stöðu um Flutn­ing og Miðlun slf., sem hann sjálf­ur stofnaði og veitti ráðgjöf um rekst­ur, að fé­lagið hefði verið stofnað til mála­mynda og í því skyni að kom­ast und­an greiðslu skatta. Páll Jóns­son lög­manns­full­trúi vissi allt um stofn­un fé­lags­ins á sín­um tíma og veitti ráðgjöf um stofn­un þess og fyr­ir­hugaðan rekst­ur. Páll Jóns­son vissi því hver væri fyr­ir­hugaður rekst­ur fé­lags­ins og í hvaða skyni fé­lagið var stofnað. Rann­sókn Páls Jóns­son­ar rann­sókn­ar­manns á mál­efn­um Flutn­ings og Miðlun­ar slf. var í raun rann­sókn Páls Jóns­son­ar á eig­in gjörðum sem lög­manns­full­trúi og lög­fræðileg­ur ráðgjafi Sæ­marks-Sjáv­ar­af­urða ehf. og Sig­urðar Gísla. Páll Jóns­son rann­sókn­ar­maður var að sjálf­sögðu van­hæf­ur til að rann­saka eig­in gjörðir og lög­fræðiráðgjöf. Í raun laut rann­sókn Páls Jóns­son­ar að lög­mæti hans eig­in gjörða,“ seg­ir m.a. í bók­un­inni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert