Lögfræðingar eiga að kunna lögin

Þorsteinn Einarsson lögmaður ásamt Sigurði Gísla Björns­syni, fyrr­ver­andi eig­anda og …
Þorsteinn Einarsson lögmaður ásamt Sigurði Gísla Björns­syni, fyrr­ver­andi eig­anda og fram­kvæmda­stjóra Sæ­marks-Sjáv­ar­af­urða, í Héraðsdómi Reykjaness. Sigurður er ákærður ásamt tveim­ur öðrum mönn­um í stór­felldu skatta­laga­broti sem teng­ist rekstri fyrirtækisins á ár­un­um 2010 til 2017. mbl.is/Hákon

Lögmaður í Sæ­mark­s­mál­inu tel­ur lík­legt að mál­inu verði vísað frá dómi vegna van­hæf­is rann­sókn­ar­manns skatt­rann­sókn­ar­stjóra. Hann seg­ir málið ein­stakt og undr­ast vinnu­brögð rann­sókn­ar­manns­ins.

Mjög sér­stakt mál

„Rann­sókn­in varðar að hluta til verk­efni og at­hafn­ir sem þessi rann­sókn­ar­maður kom að sem lög­manns­full­trúi á lög­manns­stofu. Ná­lægð hans við þau rann­sókn­ar­efni er alltof mik­il. Það er skylda rann­sókn­ar­manns sjálfs að vekja at­hygli á sínu van­hæfi ef hann tel­ur það vera fyr­ir hendi. Mér sýn­ist að í þessu máli hafi rann­sókn­ar­maður­inn ekki vakið at­hygli yf­ir­manna sinna á því og óskað eft­ir því að ann­ar tæki við kefl­inu, sem hefði verið rétta leiðin,“ seg­ir Þor­steinn Ein­ars­son, lögmaður Sig­urðar Gísla Björns­son­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Í frá­vís­un­ar­kröf­unni er bent á ýmis dóma­for­dæmi, en þau varða öll van­hæfi dóm­ara. Þor­steinn seg­ist ekki muna eft­ir að hafa rek­ist á dóma sem snúa að van­hæfi rann­sókn­ar­manns, en sömu regl­ur gildi um hæfi dóm­ara og rann­sókn­ar­manna.

„Þetta er mjög sér­stakt og fátítt, en lög­um sam­kvæmt gilda sömu regl­ur um hæfi rann­sókn­ar­manns og hæfi dóm­ara,“ seg­ir Þor­steinn.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert