Jólamaturinn hækkar mest í verði í Iceland

Tíðastar voru verðhækkanir í Hagkaupum, þar sem 95% af vörum …
Tíðastar voru verðhækkanir í Hagkaupum, þar sem 95% af vörum hækkuðu í verði milli ára. Getty Images/Digital Vision

Verð á jóla­mat hækkaði um 6-17% milli ára, sam­kvæmt verðkönn­un verðlags­eft­ir­lits ASÍ. Mest hækkaði verðið í versl­un­inni Ice­land, en minnst í Heim­kaup­um.

Verðum var safnað þann 13 des­em­ber árið 2023 og þau bor­in sam­an við verð í sam­bæri­legri könn­un sem fram­kvæmd var fyr­ir ári, 13. des­em­ber 2022.

95% af vör­um hækkuðu í verði í Hag­kaup­um

Hækk­un verðs var að meðala­tali um 6% í Heim­kaup­um en þar af hækkaði verð á brauði og kök­um um aðeins 2%, en verð á drykkj­um hækkaði um heil 16%. 

Í Nettó, Krón­unni, Kjör­búðinni og Bón­us hækkaði verð að meðaltali um 7-9%. Mest hækkaði verð í Ice­land, að meðaltali 17%, Hag­kaup­um um 15% og Fjarðar­kaup­um um 13%. Drykkjar­vör­ur í Ice­land voru sá flokk­ur sem mest hækkaði í verði, eða um 48%.

Tíðast­ar voru verðhækk­an­ir í Hag­kaup­um, þar sem 95% af vör­um hækkuðu í verði milli ára. Verð hækkaði sjaldn­ast í Heim­kaup­um, eða í tveim­ur til­fell­um af þrem­ur.

Drykk­ir og kon­fekt hækka mest í verði

Leiddi könn­un ASÍ í ljós að drykk­ir og kon­fekt hafi hækkað mest í verði á milli ára. Verðhækk­un á kon­fekti skipti jafn­vel tug­um pró­senta í sum­um til­fell­um.

Að meðaltali hækkaði verð á drykkjar­vör­um mest eða á bil­inu 10-48% milli ára. Verð á kon­fekti hækkaði mest í Ice­land um 29% og um 24% í Hag­kaup.  Var verðhækk­un­in minnst í Heim­kaup­um eða um 9%.

Þá hækkaði verð á SS birkireyktu úr­beinuðu læri um 12-20% og verð á léttreykt­um Kea lambahrygg um 13-35%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert