Óraunhæfar niðurskurðaraðgerðir Árborgar

„Öll okkar lán eru verðtryggð og hækka bara með hverjum …
„Öll okkar lán eru verðtryggð og hækka bara með hverjum mánuðinum sem líður út af verðbólgu,“ segir Álfheiður Eymarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg. Samsett mynd

Ekki tókst að vernda þá hópa sem minnst mega sín í hagræðing­araðgerðum sveit­ar­fé­lags­ins Árborg­ar, að mati Álf­heiðar Eym­ars­dótt­ur, bæj­ar­full­trúa Á-lista Áfram Árborg­ar, sem er sam­starf Pírata, Viðreisn­ar og óháðra. 

Fjár­hags­áætl­un 2024 og þriggja ára áætl­un Árborg­ar voru samþykkt­ar með 6 at­kvæðum bæj­ar­full­trúa D-lista á bæj­ar­stjórn­ar­fundi í síðustu viku. Bæj­ar­full­trú­ar Á-, B- og S-lista sátu hjá í at­kvæðagreiðslunni.

Álf­heiður tel­ur að ákveðnar niður­skurðaraðgerðir sem fram und­an eru séu of óraun­hæf­ar til þess að skila sér. Koma muni á dag­inn að ómögu­legt verði að ráðast í þær. Hún tel­ur einnig að arðsem­in af sum­um hagræðing­ar­til­lög­un­um hafi verið of­met­in.

„Við erum til­neydd til þess að fara eft­ir þjóðhags­spá. Það er mín skoðun að þjóðhags­spá­in sé óraun­hæf, að þeim tak­ist að ná verðbólg­unni niður svona fljótt. Verðbólg­an er enn níu pró­sent og það er des­em­ber,“ seg­ir Álf­heiður í sam­tali við mbl.is.

Ómögu­legt að hlífa okk­ar minnstu bræðrum“

Fjár­hags­áætl­un Árborg­ar bygg­ir á aðgerðaáætl­un sem sveit­ar­fé­lagið samdi við eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga, sem heyr­ir und­ir innviðaráðuneytið.

„Við í minni­hlut­an­um kom­um í raun og veru ekk­ert að þeim samn­ingaviðræðum. Við ýtt­um mikið á meiri­hlut­ann að reyna að fá aðeins lengri tíma held­ur en til loka árs­ins 2026, þannig við þyrft­um ekki að fara svona skarpt í þetta og gæt­um hlíft okk­ar minnstu bræðrum,“ seg­ir Álf­heiður.

Vinn­an þung og „eng­ir skemmtifund­ir“

Álf­heiður nefn­ir í fund­ar­gerð bæj­ar­stjórn­ar um hina ný­samþykktu fjár­hags­áætl­un að sam­vinn­an að gerð fjár­hags­áætl­un­ar hafi al­mennt gengið vel, þrátt fyr­ir að vinn­an hafi verið þung og „eng­ir skemmtifund­ir“. 

Það sé lang­tíma­verk­efni að koma fjár­hag Árborg­ar til betra horfs og það ná­ist varla á næstu þrem­ur árum. Áfram Árborg hafi komið með marg­ar til­lög­ur sem sum­um hafi verið vel tekið en öðrum hafi verið „sópað út af borðinu eða lítið rædd­ar“.

Nefn­ir hún sem dæmi að meiri­hlut­inn hefði mátt þrýsta veru­lega á eft­ir­lits­nefnd sveit­ar­fé­laga til að fá sveigj­an­leika og meiri tíma til að koma fjár­mál­un­um í betra horf. Einnig hefði frek­ar mátt fresta fleiri verk­efn­um sem ekki eru lög­bund­in í stað þess að leggja álag á út­svar. 

Lagt væri yf­ir­vinnu- og ráðninga­bann, formaður bæj­ar­ráðs fari úr 100% stöðugildi í 50% og  all­ir þjón­ustu­samn­ing­ar yrðu end­ur­skoðaðir, svo eitt­hvað sé nefnt.

Skuld­bund­in við eft­ir­lits­nefnd­ina

„Við reynd­um eins og við gát­um að hlífa ör­yrkj­um, eldra fólki, barna­fjöl­skyld­um, börn­um og ung­ling­um með sérþarf­ir og öðrum þeim sem reiða sig sér­stak­lega á þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins. En það reynd­ist ómögu­legt ef við ætluðum að stand­ast skuld­bind­ing­ar við eft­ir­lits­nefnd­ina.“ 

Álf­heiður nefn­ir sem dæmi að nú verði gjald fyr­ir for­eldra fyr­ir að sækja börn of seint í leik­skóla 3.000 krón­ur fyr­ir hverj­ar 15 mín­út­ur sem barnið er leng­ur en leik­skóla­vist þess seg­ir til um. Þá hafi einnig þurft að hækka verð á mat fyr­ir aldraða í sveit­ar­fé­lag­inu.

Hækk­un út­svars um 10% komi beint við pyngju allra íbúa sveit­ar­fé­lags­ins á at­vinnu­markaði.

Litla-Grikk­land

Eins og mbl.is greindi frá í júlí samþykkti bæj­ar­ráð Árborg­ar þá sam­hljóða lán­töku að fjár­hæð 1,37 millj­arða til tveggja ára með það fyr­ir aug­um að fjár­magna sveit­ar­fé­lagið í gegn­um eign­ir í sölu­ferli. 

„Við erum Litla-Grikk­land. Við erum að taka lán fyr­ir af­borg­un­um lána. Öll okk­ar lán eru verðtryggð og hækka bara með hverj­um mánuðinum sem líður út af verðbólgu,“ seg­ir Álf­heiður um skulda­vanda sveit­ar­fé­lags­ins.

Hún tel­ur skamm­sýni fyr­ir sveit­ar­fé­lagið að selja bygg­ing­ar­land.

„Mér hefði fund­ist skyn­sam­legra fyr­ir framtíðina að halda þessu landi,“ seg­ir Álf­heiður og nefn­ir að þannig hefði sveit­ar­fé­lagið getað fengið stöðugar tekj­ur til framtíðar.

Álfheiður Eymarsdóttir, bæjarfulltrúa Á lista, Áfram Árborgar, sem er samstarf …
Álf­heiður Eym­ars­dótt­ir, bæj­ar­full­trúa Á lista, Áfram Árborg­ar, sem er sam­starf Pírata, Viðreisn­ar og óháðra. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert