Lögregla og sérsveit var kölluð til í Álfholti Hafnarfirði i kvöld eftir að skotum var hleypt af í íbúð í hverfinu.
Samkvæmt upplýsingum mbl.is var fimm skotum hleypt af í húsnæðinu en engan sakaði, að því er mbl.is kemst næst.
Lögreglan er með mikinn viðbúnað vegna málsins, en samkvæmt heimildum mbl.is komust byssumennirnir, sem eru sagðir vera tveir, á brott.
Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.