Gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem úrskurðaðir voru í vikulangt gæsluvarðhald þann 28. desember vegna skotárásar í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld hefur verið framlengt um eina viku eða til 11. janúar.
Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði mennina tvo í vikulangt gæsluvarðhald sem átti að renna út í dag en hefur nú verið framlengt um eina viku að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.