Steinþór í átta ára fangelsi fyrir manndráp

Snorri Sturluson verjandi Steinþórs og Steinþór Einarsson.
Snorri Sturluson verjandi Steinþórs og Steinþór Einarsson. mbl.is/Sonja

Steinþór Ein­ars­son hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir að hafa orðið Tóm­asi Waag­fjörð að bana á Ólafs­firði í októ­ber árið 2022.

Dóm­ur­inn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norður­lands eystra í dag. Var Steinþór dæmd­ur í átta ára fang­elsi. 

Ákæru­valdið fór fram á að Steinþór yrði dæmd­ur í fimm ára fang­elsi eða minna. Er því dóm­ur­inn um­tals­vert þyngri en ákæru­valdið fór fram á. 

Steinþóri er einnig gert að greiða tveim­ur ólögráða börn­um Tóm­asa sex millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur hvoru um sig og skaðabæt­ur upp á 6,6 millj­ón­ir ann­ars veg­ar og 4,4 hins veg­ar.

Steinþór bar fyr­ir sig neyðar­vörn í mál­inu. Fór verj­andi hans, Snorri Sturlu­son, fram á að Steinþór yrði sýknaður af öll­um ákær­um. 

Málið var tekið fyr­ir í Héraðsdómi Norður­lands eystra í byrj­un des­em­ber. Eitt lyk­il­vitna í mál­inu, ekkja Tóm­as­ar, lést á síðasta ári og gat því ekki borið vitni í per­sónu en upp­tök­ur af yf­ir­heyrsl­um yfir henni voru notaðar í staðin. 

Fjög­ur úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald fyrst

Lög­regla var kölluð til aðfaranótt mánu­dags­ins 3. októ­ber á síðasta ári eft­ir að til­kynn­ing barst um að karl­maður hafi verið stung­inn með eggvopni. Var maður­inn, Tóm­as Waag­fjörð, úr­sk­urðaður lát­inn á staðnum eft­ir að end­ur­lífg­un­ar­til­raun­ir báru ekki ár­ang­ur.

Fjór­ir voru fyrst úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald vegna máls­ins. Þrír voru síðar látn­ir laus­ir og lög­regla rann­sakaði málið. 7. nóv­em­ber, eft­ir rúm­lega mánaðar gæslu­v­arðhald, var hinum grunaða, Steinþóri Ein­ars­syni, svo sleppt úr gæslu­v­arðhaldi.

Í júlí á þessu ári, sjö mánuðum eft­ir at­vikið lauk rann­sókn lög­reglu. 24. ág­úst var svo gef­in út ákæra í mál­inu og Steinþór ákærður fyr­ir mann­dráp. Steinþór neit­ar sök í mál­inu og sem fyrr seg­ir, ber fyr­ir sig neyðar­vörn.

Missti mikið blóð

Seg­ir í ákær­unni að Steinþór hafi svipt Tóm­as lífi með því að stinga hann tvisvar sinn­um í vinstri síðu með hnífi. Missti Tóm­as mikið blóð og lést.

Í grein­ar­gerð varn­araðila seg­ir hins veg­ar að Tóm­as hafi ráðist að Steinþóri með hníf og reynt að drepa hann. Fyrst hafi Tóm­as stungið Steinþór í kinn­ina og síðar í lærið. Þegar Steinþór reyndi að verja sig hafi Tóm­as fallið á hníf­inn og hlotið þær stung­ur sem síðar leiddu til and­láts hans.

Hníf­ur­inn er með um 20 senti­metra blaði.

Verj­andi Steinþórs seg­ir í grein­ar­gerðinni að svo hægt sé að sak­fella mann fyr­ir mann­dráp þurfi ásetn­ing­ur ger­anda að vera sá að drepa ein­stak­ling­inn, eða vera ljóst að verknaður­inn sé lík­legri en ekki að geta valdið dauða.

Steinþór hafi aðeins verið að verj­ast árás Tóm­as­ar og sjálf­ur ekki verið með vopn á sér. Til að sýna fram á bein­an ásetn­ing þurfi ákæru­valdið að sýna fram á að Steinþór hafi í vörn sinni verið ljóst að þær varn­ir væru lík­leg­ar til þess að valda dauða.

Bað um að Tóm­as yrði fjar­lægður

Fram hef­ur komið að dag­inn áður en at­vikið hafi átt sér stað hafi eig­in­kona Tóm­as­ar hringt í lög­reglu og beðið um að Tóm­as yrði fjar­lægður úr hús­inu sem þau hafi verið í. Tóm­as hafi neitað að verða við beiðni lög­reglu.

Þá hafi Steinþór og ann­ar maður, sem þau þekkja, hvatt hana að koma yfir til sín, þrem­ur hús­um frá. Gerði kon­an það og ætlaði að gista þar.

Tóm­as reyndi ít­rekað að fá hana aft­ur yfir til sín sím­leiðis. Þegar það bar ekki ár­ang­ur fór frændi Tóm­as­ar yfir og sagðist vera kom­inn að sækja hana. Þá sagðist hún vera orðin drukk­in og ætlaði að fara sofa.

Tóm­as hafi því næst farið yfir og ætlaði að sækja hana. Þá hafi hún opnað fyr­ir hon­um og hleypt hon­um inn. Tóm­as hafi þar rætt við bæði konu sína og Steinþór í eld­hús­inu.

Reyndi hann að sann­færa hana um að koma aft­ur með sér heim en vildi hún það ekki. Steinþór hafi orðið þreytt­ur á Tóm­asi og sagt hon­um að koma sér.

Átök hafi brot­ist út milli þeirra með fyrr­greind­um af­leiðing­um, en Tóm­as lést af völd­um stungusára.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert