Hlaupið sést á vefmyndavél

Frá Gígjukvísl fyrir hádegi í dag.
Frá Gígjukvísl fyrir hádegi í dag. Ljósmynd/Veðurstofan

Jök­ul­hlaup úr Grím­svötn­um sést glögg­lega á vef­mynda­vél þar sem hring­veg­ur­inn ligg­ur yfir Gígju­kvísl. Síðustu daga hef­ur hægt vax­andi hlaupórói mælst við eld­stöðina og vatns­magn í Gígju­kvísl hef­ur einnig auk­ist frá í gær.

Mynd­in hér að ofan er tek­in fyr­ir há­degi í dag. Á mynd­inni hér að neðan, sem tek­in var þriðju­dag­inn 9. janú­ar, sjást sand­eyr­ar ofan yf­ir­borðs til hægri.

Þær eru al­veg horfn­ar und­ir vatn á efri mynd­inni.

Gígjukvísl þriðjudaginn 9. janúar.
Gígju­kvísl þriðju­dag­inn 9. janú­ar. Ljós­mynd/​Veður­stof­an

Lík­lega vegna þrýst­ing­slétt­is

Talið er lík­legt að jarðskjálft­inn sem varð í morg­un, sá stærsti frá upp­hafi mæl­inga í Grím­svötn­um árið 1991, hafi orðið vegna þrýst­ing­slétt­is í kjöl­far þess að jök­ul­hlaupið hófst.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni.

Síðast varð hlaup úr Grím­svötn­um í októ­ber árið 2022. Árið 2021 hljóp úr vötn­un­um um mánaðamót­in nóv­em­ber og des­em­ber.

Sam­kvæmt mæl­ing­um Jarðvís­inda­stofn­un­ar er vatns­magn í Grím­svötn­um nú talið vera um 0,29 rúm­kíló­metr­ar, sem er 50% meira en fyr­ir síðasta hlaup, en aðeins tæp­ur þriðjung­ur vatns­magns fyr­ir hlaup í lok árs 2021.

Kort af áætlaðri hlaupleið úr Grímsvötnum niður í Gígjukvísl á …
Kort af áætlaðri hlaup­leið úr Grím­svötn­um niður í Gígju­kvísl á Skeiðar­ársandi. Kort/​Veður­stofa Íslands

Ætti ekki að hafa áhrif á mann­virki

Ekki næst sam­band við GPS-tæki Jarðvís­inda­stofn­un­ar á ís­hell­unni í Grím­svötn­um og er sam­bands­leysið sagt tor­velda mat á því hversu ört vatnið renn­ur úr Grím­svötn­um og niður far­veg­inn und­ir Skeiðar­ár­jökli.

„Ef miðað er við að at­b­urðarás í þessu hlaupi verði svipuð og í síðustu tveim­ur hlaup­um má gera ráð fyr­ir að há­marks­rennsli úr Grím­svötn­um verði um eða fljót­lega eft­ir kom­andi helgi,“ seg­ir í til­kynn­ingu Veður­stof­unn­ar.

Há­marks­rennsli í Gígju­kvísl við þjóðveg 1 verði svo um 1-2 sól­ar­hring­um seinna.

Miðað við það vatns­magn sem safn­ast hef­ur í Grím­svötn­um er lík­legt að há­marks­rennsli verði ekki um­fram þúsund rúm­metra á sek­úndu. Bú­ast má við að há­marks­rennsli í Gígju­kvísl við þjóðveg 1 verði svipað og há­marks­rennsli úr Grím­svötn­um.

Hlaupið ætti því ekki hafa nein áhrif á mann­virki s.s. vegi og brýr.

Áður gosið í kjöl­far hlaups

Rifjað er upp, eins og mbl.is hef­ur fjallað um, að dæmi séu um eld­gos í Grím­svötn­um eft­ir að vatn hleyp­ur þaðan. Talið er að skyndi­leg­ur þrýstilétt­ir vegna lækk­andi vatns­borðs hleypi af stað gos­um. Síðast varð at­b­urðarás­in slík árið 2004 og þar áður árin 1934 og 1922.

„Mun oft­ar hef­ur þó hlaupið úr Grím­svötn­um án þess að til eld­goss kæmi, og hafa 12 hlaup komið frá Grím­svötn­um eft­ir 2004 án þess að eld­gos hafi fylgt í kjöl­farið. Síðast varð eld­gos í Grím­svötn­um árið 2011, en það var ekki í tengsl­um við jök­ul­hlaup þaðan,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Vegna jök­ul­hlaups­ins og auk­inn­ar skjálfta­virkni hef­ur flug­litakóði fyr­ir eld­stöðina verið færður á gul­an lit, í sam­ræmi við það að eld­stöðin sýn­ir merki um virkni um­fram venju­legt ástand.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert