Rauði krossinn á Íslandi segir skilið við Rapyd

Umræða um sniðgöngu Rapyd og annarra fyrirtækja sem lýst hafa …
Umræða um sniðgöngu Rapyd og annarra fyrirtækja sem lýst hafa yfir stuðningi við Ísrael hefur aukist að undanförnu. Samsett mynd

Rauði kross­inn á Íslandi vinn­ur nú að því að skipta úr greiðslumiðlun­ar­kerf­inu Rapyd. Þetta staðfest­ir Krist­ín S. Hjálm­týs­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra sam­tak­anna. 

„Bara í fram­haldi af umræðunni – við erum hluti af sam­fé­lag­inu. Líka þegar svona marg­ir eru að skipta,“ seg­ir Krist­ín í sam­tali við mbl.is. 

Seg­ir Krist­ín þegar hafa staðið til að ein­falda greiðslu­kerfi þvert á þjón­ust­ur Rauða kross­ins hvort sem er, en í kjöl­far sam­fé­lags­legr­ar umræðu hafi þau ákveðið að ganga í breyt­ing­arn­ar í des­em­ber.

Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauði krossins á Íslandi.
Krist­ín S. Hjálm­týs­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Rauði kross­ins á Íslandi.

For­stjóri Rapyd stuðnings­maður Ísra­els

Aðspurð seg­ir hún sam­tök­un­um ekki hafa borist marg­ar kvart­an­ir varðandi notk­un þeirra á Rapyd-kerf­inu, held­ur hafi skrif­stof­an tekið ákvörðun­ina sjálf­stætt.

Það gangi þó hæg­ar fyr­ir sig en við var bú­ist þar sem svo virðist sem aðrir greiðslu­hirðar eigi í fullu fangi með að taka á móti nýj­um viðskipta­vin­um. 

Rapyd hef­ur hlotið harða gagn­rýni eft­ir að Arik Shtilm­an, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, sagði að all­ar aðgerðir Ísra­el á Gasa væru rétt­læt­an­leg­ar vegna þess að mark­miðið væri að upp­ræta Ham­as-sam­tök­in.

Hef­ur hann birt ófá­ar færsl­ur á Lin­ked­In um stuðning sinn og fyr­ir­tæk­is­ins við Ísra­el en Shtilm­an er sjálf­ur þaðan.

Furðar sig á notk­un Rapyd í Grinda­vík­ur­söfn­un

Ei­rík­ur Rögn­valds­son, pró­fess­or emer­it­us í ís­lensku, birti í dag færslu á Face­book-reikn­ingi sín­um þar sem hann kvaðst undr­andi á að Rauði kross­inn notaði enn þjón­ustu Rapyd á greiðslu­síðu sinni.

Hann hafi rekið aug­un í nafn fyr­ir­tæk­is­ins er hann ætlaði að styrkja við Grinda­vík­ur­söfn­un sam­tak­anna en hafi hætt snar­lega við og milli­fært beint á reikn­ing Rauða kross­ins.

Benti formaður Rauða kross­ins, Silja Bára Ómars­dótt­ir, á í at­huga­semd við færsl­una að þegar væri í vinnslu að skipta um færslu­hirði og benti á aðrar leiðir til að styrkja við söfn­un­ina fyr­ir Grinda­vík.

Áköll um að sniðganga vör­ur og viðskipti við Ísra­el hafa færst tölu­vert í auk­ana að und­an­förnu þar sem mörg­um þykir Ísra­els­menn ganga of hart í árás­um sín­um á óbreytta borg­ara á Gasa­svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert