Rafleiðni og órói á niðurleið

Flogið yfir Vatnajökul, en í forgrunni sjást Grímsvötn.
Flogið yfir Vatnajökul, en í forgrunni sjást Grímsvötn. mbl.is/RAX

Vatns­hæðin og raf­leiðni í Gígju­kvísl eru enn á niður­leið. Þetta seg­ir Bjarki Kaldalóns Fri­is, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands.

Lít­il jarðskjálfta­virkni er yfir Grím­svötn­um. Einn skjálfti mæld­ist í morg­un og var sá 0,7 að stærð. Eru eng­ar vís­bend­ing­ar uppi um að „eitt­hvað sé að fara í gang“.

„Óró­inn virðist vera kom­inn niður fyr­ir það sem hann var áður en hlaupið byrjaði,“ seg­ir Bjarki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert