Ríkisendurskoðun vinnur að hraðúttekt um ópíóíðavanda

Misnotkun ópíóíðalyfja er vaxandi vandamál á heimsvísu
Misnotkun ópíóíðalyfja er vaxandi vandamál á heimsvísu Ljósmynd/Thinkstock

Rík­is­end­ur­skoðun vinn­ur nú að hraðút­tekt um ópíóíðavanda á Íslandi. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá stofn­un­inni á skýrsl­an að vera birt upp úr miðjum fe­brú­ar. Mark­mið út­tekt­ar­inn­ar er að kort­leggja stöðuna á ópíóíðavand­an­um og birta upp­lýs­ing­ar á ein­um stað.

Rík­is­end­ur­skoðun hóf út­tekt sína að eig­in vanda, en hún bein­ist að ár­un­um 2017 til og með 2023.

Í út­tekt­inni verður fjallað um stöðu vand­ans og þróun, stefnu og aðgerðir stjórn­valda, meðferðarúr­ræði, fram­boð og kostnað. 

Stór hluti vinn­unn­ar hef­ur verið að afla tölu­legra upp­lýs­inga. „Það er kannski ástæðan fyr­ir því að við fór­um af stað í þetta verk­efni. Okk­ur fannst mis­ræmi í tölu­leg­um upp­lýs­ing­um eft­ir því hverj­ir voru að gefa upp­lýs­ing­arn­ar,“ seg­ir Jarþrúður Hanna Jó­hanns­dótt­ir sviðsstjóri frá Rík­is­end­ur­skoðun í sam­tali við mbl.is. 

„Hraðút­tekt­ir eru upp­lýs­andi og staðreynda­miðaðar skýrsl­ur sem gefa þingi, stjórn­sýslu, al­menn­ingi, fjöl­miðlum og fyr­ir­tækj­um greinagóðar upp­lýs­ing­ar um til­tek­in mál eða mál­efni sem er­indi eiga við sam­fé­lags­lega umræðu,“ kem­ur fram á vef Rík­is­end­ur­skoðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert