Verð á brauði, kexi og kökum hækkað

Verð á vörum frá Myllunni hækkuðu umfram aðrar innlendar brauðvörur …
Verð á vörum frá Myllunni hækkuðu umfram aðrar innlendar brauðvörur í átta af ellefu verslunum. mbl.is/Golli

Verð á brauði, kexi og kök­um hækkaði allt að 7 pró­sent frá októ­ber­lok­um til janú­ar­loka í verðkönn­un verðlags­eft­ir­lits ASÍ.

Á verðhækk­un­in ekki við í Extra og Bón­us en var um 7% í Ice­land. Þar munaði mestu um Finn Crisp-vör­ur, sem hækkuðu um fjórðung í Ice­land á þess­um þrem­ur mánuðum.

Fór verðat­hug­un fram í Bón­us, Extra, Fjarðar­kaup­um, Hag­kaup­um, Heim­kaup­um, Ice­land, Kjör­búðinni, Kram­búðinni, Krón­unni, Nettó og 10-11. Voru allt frá 83 vör­ur í Kram­búðinni til 354 vör­ur í Nettó til skoðunn­ar.

Verð Myll­unn­ar hækkað

Verð á vör­um frá Myll­unni hækkuðu um­fram aðrar inn­lend­ar brauðvör­ur í átta af ell­efu versl­un­um. Í 10-11 og Extra breytt­ust verð á inn­lend­um vör­um ekki, en í Ice­land hækkuðu vör­ur frá Myll­unni minna en aðrar inn­lend­ar brauðvör­ur.

Í seinni at­hug­un könn­un­ar­inn­ar var Bón­us ódýr­asta versl­un­in þegar kom að brauðvör­um. Voru verð þar að meðaltali 1,2% frá lægsta verði.

Næst kom Krón­an (1,8%), en þriðja ódýr­asta versl­un­in var Fjarðar­kaup (9%). Dýr­ust var 10-11, með verð að meðaltali 86% hærri en lægsta verð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert