Reykjanesbraut opin

Frá Reykjanesbraut.
Frá Reykjanesbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Opnað hef­ur verið fyr­ir um­ferð um Reykja­nes­braut á ný en loka þurfti braut­inni á öðrum tím­an­um í dag vegna veðurs.

Frá þessu er greint á um­fer­d­in.is en þar kem­ur fram að Reykja­nes­braut­in verði á óvissu­stigi til klukk­an 20 og geti lokast með stutt­um fyr­ir­vara.

Suður­strand­ar­veg­ur og veg­irn­ir um Mos­fells­heiði, Kjal­ar­nes, Krýsu­vík­ur­veg, Hell­is­heiði, Sand­skeið og Þrengsli eru all­ir lokaðir vegna veðurs.

Veður­stofa Íslands gaf út gula veður viðvör­un í dag fyr­ir sunn­an- og vest­an­vert landið og eru því marg­ir veg­ir á óvissu­stigi til klukk­an 20 og gætu lokast með stutt­um fyr­ir­vara.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert