Röskun á 10 flugferðum hjá Play

Play hefur þurft að breyta tíu flugferðum en hefur ekki …
Play hefur þurft að breyta tíu flugferðum en hefur ekki þurft að aflýsa neinni ferð að svo stöddu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um tíu flug­ferðir hjá flug­fé­lag­inu Play hafa orðið fyr­ir rösk­un­um í dag vegna veðurs. Ekki hef­ur þurft að af­lýsa nein­um flug­ferðum.

Þetta seg­ir Birg­ir Ol­geirs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Play, í sam­tali við mbl.is.

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag þá eru eng­ar kom­ur eða brott­far­ir áætlaðar á Kefla­vík­ur­flug­velli í dag fyrr en klukk­an 17.55.

Flest­um flug­ferðum flýtt

Birg­ir seg­ir að morg­un­brott­far­ir Play til Evr­ópu hafi verið á tíma en að brott­far­ir til svo­kallaðra sól­ar­landa hafi verið flýtt um klukku­tíma.

Brott­för­um til Banda­ríkj­anna var þar að auki einnig flýtt, en áttu þær flug­ferðir að fara klukk­an 15 en fóru þess í stað snemma í morg­un.

Þrem­ur komu­ferðum var seinkað og eru það flug­ferðir frá Evr­ópu, en kom­ur verða í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert