Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í Kópavogi

Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu áttu sér stað við íbúðarhús í Kópavogi …
Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu áttu sér stað við íbúðarhús í Kópavogi í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um­fangs­mikl­ar aðgerðir lög­reglu áttu sér stað við íbúðar­hús á Ný­býla­vegi í Kópa­vogi laust fyr­ir klukk­an 8 í morg­un.

Þetta staðfest­ir Ei­rík­ur Val­berg, lög­reglu­full­trúi hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir að bæði al­menn­ir lög­reglu­menn og rann­sókn­ar­lög­reglu­menn hafi verið send­ir á svæðið.

„Við get­um ekki veitt nein­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar eins og er. Þetta er á mjög viðkvæmu stigi,“ seg­ir Ei­rík­ur við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert