Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í Kópavogi

Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu áttu sér stað við íbúðarhús í Kópavogi …
Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu áttu sér stað við íbúðarhús í Kópavogi í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu áttu sér stað við íbúðarhús á Nýbýlavegi í Kópavogi laust fyrir klukkan 8 í morgun.

Þetta staðfestir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Hann segir að bæði almennir lögreglumenn og rannsóknarlögreglumenn hafi verið sendir á svæðið.

„Við getum ekki veitt neinar frekari upplýsingar eins og er. Þetta er á mjög viðkvæmu stigi,“ segir Eiríkur við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka