Áfallateymi í Álfhólsskóla virkjað

Horft yfir höfuðborgarsvæðið. Mynd úr safni.
Horft yfir höfuðborgarsvæðið. Mynd úr safni. mbl.is/Hari

Áfallat­eymi Álf­hóls­skóla í Kópa­vogi hef­ur verið virkjað í kjöl­far and­láts sex ára drengs sem var nem­andi við skól­ann. 

Greint var frá því í gær að mik­ill viðbúnaður lög­reglu væri fyr­ir utan heima­hús á Ný­býla­vegi í Kópa­vogi. Síðar kom í ljós að sex ára dreng­ur hafði fund­ist lát­inn þegar lög­reglu bar að garði. Þá hef­ur kona um fimm­tugt verið úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald vegna máls­ins. 

Sér­stak­lega hugað að nem­end­um 1. bekkj­ar

Dreng­ur­inn var nem­andi í 1. bekk við skól­ann. Voru for­eldr­ar nem­enda 1. bekkj­ar því upp­lýst­ir sér­stak­lega um málið auk þess sem áfallat­eymi skól­ans vann sér­stak­lega með nem­end­um 1. bekkj­ar í morg­un. 

Áfallat­eymið hef­ur jafn­framt verið til staðar fyr­ir aðra nem­end­ur skól­ans og starfs­menn í dag. 

Í bréfi sem skóla­stjóri Álf­hóls­skóla sendi á for­eldra er þeim bent á að upp­lýs­ing­ar um hvernig ræða megi sorg og sorg­ar­viðbrögð við börn séu að finna á vefsíðu Sorg­armiðstöðvar­inn­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert