Rétt að huga að Sundabyggð

Geldinganesið er norðan við Grafarvogshverfið í Reykjavík.
Geldinganesið er norðan við Grafarvogshverfið í Reykjavík. mbl.is/Ingólfur Guðmundsson

Dr. Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur segir tilefni til að endurmeta skipulag á höfuðborgarsvæðinu í ljósi aukinnar eldvirkni suður og austur af svæðinu.

Þá sé skynsamlegt að undirbúa lagningu Sundabrautar og aðliggjandi íbúabyggð á norðurhluta svæðisins, auk þess sem vatnsvernd hindri byggðaþróun til austurs.

200 hektarar af byggingarlandi

Bjarni stýrði gerð aðalskipulags Reykjavíkur 1980 til 2000 og þekkir því vel til byggðaþróunar. Fjallað er um þau mál í bókinni Borgir og borgarskipulag sem Bjarni skrifaði. Árið 2017 ritstýrði hann bókinni Reykjavík á tímamótum.

Þar fjallar Árni Hjartarson jarðfræðingur um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu.

Bjarni segir Geldinganes bjóða upp á um 200 hektara af byggingarlandi sem sé álíka stórt svæði og 101 Reykjavík. Það sé þéttbýlasta svæði Reykjavíkur en samkvæmt Hagstofunni bjuggu þar um 17.100 manns í byrjun árs 2023. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka