Baldur Arnarson
Dr. Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur segir tilefni til að endurmeta skipulag á höfuðborgarsvæðinu í ljósi aukinnar eldvirkni suður og austur af svæðinu.
Þá sé skynsamlegt að undirbúa lagningu Sundabrautar og aðliggjandi íbúabyggð á norðurhluta svæðisins, auk þess sem vatnsvernd hindri byggðaþróun til austurs.
Bjarni stýrði gerð aðalskipulags Reykjavíkur 1980 til 2000 og þekkir því vel til byggðaþróunar. Fjallað er um þau mál í bókinni Borgir og borgarskipulag sem Bjarni skrifaði. Árið 2017 ritstýrði hann bókinni Reykjavík á tímamótum.
Þar fjallar Árni Hjartarson jarðfræðingur um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu.
Bjarni segir Geldinganes bjóða upp á um 200 hektara af byggingarlandi sem sé álíka stórt svæði og 101 Reykjavík. Það sé þéttbýlasta svæði Reykjavíkur en samkvæmt Hagstofunni bjuggu þar um 17.100 manns í byrjun árs 2023.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í gær.