Vilja hafa konuna áfram í haldi

Drengurinn fannst látinn í íbúð á Nýbýlavegi. Húsnúmer hefur verið …
Drengurinn fannst látinn í íbúð á Nýbýlavegi. Húsnúmer hefur verið afmáð af myndinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu mun að öll­um lík­ind­um óska eft­ir því við Héraðsdóm Reykja­vík­ur að kon­an, sem hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi vegna and­láts sex ára drengs á Ný­býla­vegi í Kópa­vogi, verði áfram í haldi.

Gæslu­v­arðhald yfir kon­unni renn­ur út í dag.

Ei­rík­ur Val­berg, full­trúi í rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar, seg­ir rann­sókn máls­ins miða ágæt­lega en vill ann­ars ekki tjá sig frek­ar um hana á þess­um tíma­punkti.

Kon­an, sem er fimm­tug og af er­lend­um upp­runa, er móðir dreng­ins sem lést. Málið, sem kom upp í lok janú­ar, er rann­sakað sem mann­dráp. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert