Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun að öllum líkindum óska eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að konan, sem hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna andláts sex ára drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi, verði áfram í haldi.
Gæsluvarðhald yfir konunni rennur út í dag.
Eiríkur Valberg, fulltrúi í rannsóknardeild lögreglunnar, segir rannsókn málsins miða ágætlega en vill annars ekki tjá sig frekar um hana á þessum tímapunkti.
Konan, sem er fimmtug og af erlendum uppruna, er móðir drengins sem lést. Málið, sem kom upp í lok janúar, er rannsakað sem manndráp.