Interpol lýsir eftir íslenskum karlmanni

Pétur Jökull.
Pétur Jökull.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu vek­ur at­hygli á tikynn­ingu á vef In­terpol þar sem lýst er eft­ir ís­lensk­um karl­manni, Pétri Jökli Jónas­syni, 45 ára.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni.

Þar seg­ir að eft­ir­lýs­ing­in sé birt að beiðni lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu og er til­kom­in vegna til­raun­ar til inn­flutn­ings á tæp­lega 100 kg af kókaíni frá Bras­il­íu til Íslands.

Pét­ur er 183 sentí­metr­ar á hæð með græn augu. 

Í til­kynn­ingu frá lög­reglu seg­ir að þau sem geta veitt upp­lýs­ing­ar um Pét­ur Jök­ul Jónas­son, ferðir hans eða dval­arstað, eru vin­sam­leg­ast beðin um að hafa sam­band við lög­reglu í síma 444 1000, en upp­lýs­ing­um má einnig koma á fram­færi i tölvu­pósti á net­fangið abend­ing@lrh.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert