Myndir: Slökkviliðið vann þrekvirki

Slökkviliðsmenn verjast eldinum í byggingu N1 á efri hæðinni, svo …
Slökkviliðsmenn verjast eldinum í byggingu N1 á efri hæðinni, svo hann berist ekki yfir í Hreyfilshúsið. mbl.is/Arnþór Birkisson

Óhætt er að segja Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins hafi unnið þrek­virki í brun­an­um í Fells­múla í gær­kvöldi, er tókst að hefta frek­ari út­breiðslu elds­ins og að hann kæm­ist í Hreyf­ils­húsið. Ljós­mynd­ar­ar Morg­un­blaðsins og mbl.is voru á vett­vangi og mynduðu bar­átt­una við eld­hafið.

Slökkviliðið var kallað út um hálf­sex síðdeg­is í gær. Allt til­tækt lið kom á vett­vang og þegar mest lét voru um 100 slökkviliðsmenn að störf­um og 20 lög­reglu­menn gættu ör­ygg­is við brunastað. Um kvöld­mat­ar­leytið virt­ist sem tek­ist hefði að ráða niður­lög­um elds­ins en fljót­lega blossaði hann upp aft­ur og náði há­marki á ní­unda tím­an­um. Þá náðist að koma í veg fyr­ir að eld­ur­inn læsti sig í fleiri rými á efri hæð bygg­ing­ar­inn­ar á horni Fells­múla og Grens­ás­veg­ar.

Slökkvistarf hélt áfram fram á nótt og slökkviliðið vaktaði staðinn til morg­uns. Rann­sókn á elds­upp­tök­um er haf­in eins og fram hef­ur komið á mbl.is.

Mynd­ir segja meira en fleiri orð.

Eldhafið var mikið þegar mest lét á níunda tímanum í …
Eld­hafið var mikið þegar mest lét á ní­unda tím­an­um í gær­kvöldi. Mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
Gríðarlegt tjón varð á dekkjaverkstæði N1.
Gríðarlegt tjón varð á dekkja­verk­stæði N1. Mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
Verslanir á neðri hæð byggingarinnar urðu fyrir nokkru tjóni af …
Versl­an­ir á neðri hæð bygg­ing­ar­inn­ar urðu fyr­ir nokkru tjóni af völd­um vatns og reyks. Mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
Kranabíll slökkviliðsins kom að góðum notum.
Krana­bíll slökkviliðsins kom að góðum not­um. Mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
Hér eru slökkviliðsmenn að ná tökum á brunanum.
Hér eru slökkviliðsmenn að ná tök­um á brun­an­um. Mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
Allt tiltækt lið var kallað út á vettvangi, af öllum …
Allt til­tækt lið var kallað út á vett­vangi, af öll­um stöðvum slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu. Mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
Fjöldi fólks fylgdist með slökkvistörfum og raðaði sér upp fyrir …
Fjöldi fólks fylgd­ist með slökkvistörf­um og raðaði sér upp fyr­ir fram­an Pfaff við Grens­ás­veg. Mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
Nokkur bið verður á því að verslanir í húsnæðinu taki …
Nokk­ur bið verður á því að versl­an­ir í hús­næðinu taki til starfa á ný. Mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
Svartur reykur barst hátt til lofts eftir að eldurinn komst …
Svart­ur reyk­ur barst hátt til lofts eft­ir að eld­ur­inn komst í dekk­in á verk­stæði N1. Mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
Í fyrstu taldi slökkviliðið að tekist hefði að stöðva útbreiðslu …
Í fyrstu taldi slökkviliðið að tek­ist hefði að stöðva út­breiðslu elds­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Baráttan við eldhafið á þakinu.
Bar­átt­an við eld­hafið á þak­inu. Mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Dekkjaverkstæði N1 varð fyrir gríðarlegu tjóni.
Dekkja­verk­stæði N1 varð fyr­ir gríðarlegu tjóni. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Svona var staðan skömmu eftir að slökkviliðið kom á vettvang.
Svona var staðan skömmu eft­ir að slökkviliðið kom á vett­vang. Mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert