„Hvað ætlið þið að gera?“

„Hvað ætlið þið að gera?“ spyr Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna …
„Hvað ætlið þið að gera?“ spyr Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og beinir spurningu sinni til forsvarsmanna skipafélaganna og stjórnvalda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta eru gíg­an­tísk­ar upp­hæðir sem um er að ræða,“ seg­ir Breki Karls­son, formaður Neyt­enda­sam­tak­anna, um verðsam­ráð skipa­fé­lag­anna og áætlað sam­fé­lags­legt tjón af þeim sem grein­ing­ar­fyr­ir­tækið Ana­lytica tel­ur hlaupa á tug­um millj­arða, 62 millj­örðum svo vísað sé til sam­eig­in­legr­ar frétta­til­kynn­ing­ar Fé­lags at­vinnu­rek­enda, Neyt­enda­sam­tak­anna og VR fyrr í dag.

Seg­ir Breki pundið ekki þungt í sekt­ar­greiðslunni, 4,2 millj­örðum króna, eða sjö pró­sent­um af þeim sam­fé­lags­lega skaða sem fyr­ir­tæk­in eru tal­in hafa valdið.

„Þetta send­ir bara kol­röng skila­boð til fyr­ir­tækja, það er að glæp­ir borgi sig,“ held­ur formaður­inn áfram og legg­ur spurn­ingu fyr­ir for­svars­menn skipa­fyr­ir­tækj­anna: „Hvað ætla þeir að gera til að bæta neyt­end­um það tjón sem þeir hafa valdið okk­ur?“

Og enn spyr Breki

„Ég beini þessu til alþing­is­manna og stjórn­valda: Hvað ætlið þið að gera til þess að koma í veg fyr­ir að svona lagað geti gerst aft­ur?“ spyr hann og bæt­ir því við að höf­und­ar téðrar frétta­til­kynn­ing­ar bendi á ein­fald­ar leiðir.

„Það er að inn­leiða lög sem heim­ila og gera neyt­end­um ein­fald­ara að sækja bæt­ur fyr­ir sam­keppn­islaga­brot beint til fyr­ir­tækja. Í því fæl­ist gíf­ur­leg­ur fæl­ing­ar­mátt­ur sem kæmi í veg fyr­ir að svona lagað end­ur­tæki sig,“ seg­ir Breki sem enn frem­ur vill betr­um­bæta lög um hóp­mál­sókn sem þó séu ágæt að mörgu leyti.

„En dóma­fram­kvæmd hef­ur verið þannig að öll­um mál­um hef­ur verið vísað frá nema kröf­urn­ar séu al­gjör­lega eins. Þetta er eitt­hvað sem þarf að bæta og er hægt að gera á ein­fald­an hátt, það þarf ekki ótal nefnd­ir og ráð eða enda­laus­an tíma. Það þarf bara að bretta upp erm­ar og gera þetta,“ seg­ir Breki af festu.

Hvernig hyggj­ast Neyt­enda­sam­tök­in beita sér í mál­inu?

„Við erum að skoða málið núna og bíðum svara frá fyr­ir­tækj­un­um. Við bíðum svara frá stjórn­völd­um, hvað ætla þau að gera? Sam­hliða erum við að skoða næstu skref,“ svar­ar Breki og rifjar upp olíu­verðsam­ráðsmálið á sín­um tíma þar sem sam­tök­in hafi sótt bæt­ur.

„Það var löng og ströng ganga en það kom á end­an­um. Við þurf­um bara að líta í okk­ar rann og kanna hvað við get­um gert,“ seg­ir Breki Karls­son, formaður Neyt­enda­sam­tak­anna, að lok­um um verðsam­ráðsmál skipa­fé­lag­anna og sam­fé­lags­legt tjón af því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert