Úrræði til að draga úr notkun ópíóíða

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilsugæslan Urðarhvarfi og Reykjanesapótek standa saman að verkefninu …
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilsugæslan Urðarhvarfi og Reykjanesapótek standa saman að verkefninu í samstarfi við sprotafyrirtækið Prescriby. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra hef­ur ákveðið að styrkja til­rauna­verk­efni um nýja þjón­ustu við ein­stak­linga sem taka sterk verkjalyf eða svefn- og ró­andi lyf að staðaldri og vilja aðstoð til að hætta eða draga úr notk­un þeirra.

Verk­efnið er liður í aðgerðaáætl­un stjórn­valda til að sporna við skaða af völd­um ópíóíðafíkn­ar. Þetta kem­ur fram á vef stjórn­ar­ráðsins. 

Það er Heilsu­gæsla höfuðborg­ar­svæðis­ins, Heilsu­gæsl­an Urðar­hvarfi og Reykja­nes­apó­tek sem  standa sam­an að verk­efn­inu í sam­starfi við sprota­fyr­ir­tækið Prescri­by sem hef­ur þróað hug­búnaðinn sem verk­efnið bygg­ir á. 

Lækn­ar og lyfja­fræðing­ar munu sinna þjón­ust­unni sem felst í per­sónusniðinni meðferðaráætl­un fyr­ir þá ein­stak­linga sem munu nýta sér hana, fræðslu og eft­ir­fylgd.

Sex mánaða til­rauna­verk­efni 

Til­rauna­verk­efnið er til sex mánaða og áætlað að hægt verði að veita að lág­marki 300 ein­stak­ling­um um­rædda þjón­ustu á tíma­bil­inu. Þjón­ust­an verður veitt á grund­velli til­vís­ana og verða mót­tök­ur á þrem­ur starfs­stöðvum. Hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, Heilsu­gæsl­unni Urðar­hvarfi og í Reykja­nes­apó­teki og þjón­ust­an veitt á grund­velli til­vís­ana.

Við upp­haf meðferðar er tekið grein­ing­ar­viðtal við hlutaðeig­andi ein­stak­ling og út­bú­in per­sónusniðin meðferðaráætl­un sem tek­ur mið af notk­un hans á þeim lyfj­um sem til stend­ur að trappa niður og áætl­un um hvernig það verður gert.

Áætl­un­in er skráð í smá­for­rit sem ein­stak­ling­ur­inn hef­ur aðgengi að í sím­an­um sín­um auk fræðslu og stuðnings. For­ritið ger­ir meðferðaraðila kleift að fylgj­ast með meðferðar­heldni skjól­stæðings og bregðast við eft­ir þörf­um.

Þjón­ust­an út­víkkuð ef vel tekst til

Prescri­by er ís­lenskt sprota­fyr­ir­tæki sem var upp­runa­lega stofnað af lækn­um og for­rit­ur­um til að tryggja ör­ugg­ari meðferðir með sterk­um verkjalyfj­um, ró­andi og svefn­lyfj­um. Heil­brigðisráðherra seg­ir þetta frum­kvöðlaverk­efni ein­stakt og hafa þegar vakið at­hygli út fyr­ir land­stein­anna.

„Það er ánægju­legt að sjá veit­end­ur heilsu­gæsluþjón­ustu, apó­tek og hug­búnaðarfyr­ir­tækið taka hönd­um sam­an um að þróa þessa mik­il­vægu þjón­ustu. Hér er um að ræða ís­lenskt hug­vit og ný­sköp­un sem leiðir kerfið sam­an fyr­ir ein­stak­ling­inn. Langvar­andi notk­un sterkra, ávana­bind­andi lyfja eins og ópíóíða skerðir lífs­gæði fólks og er skaðleg. Ef vel tekst til sé ég fyr­ir mér að þessi þjón­usta verði út­víkkuð og gerð aðgengi­leg í apó­tek­um sem víðast um landið. Þannig get­um við tryggt öll­um sem þurfa aðgang að þjón­ust­unni, óháð bú­setu,“ er haft eft­ir Will­um í til­kynn­ing­unni 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert