Fleiri kynferðisbrot leigubílstjóra til rannsóknar

Kynferðisafbrotadeild lögreglunnar hefur til rannsóknar tvo leigubílstjóra.
Kynferðisafbrotadeild lögreglunnar hefur til rannsóknar tvo leigubílstjóra. Ljósmynd/Colourbox

Kyn­ferðisaf­brota­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur til rann­sókn­ar mál leigu­bíl­stjóra sem sakaður er um að hafa brotið gegn konu í leigu­bíl í miðbæ Reykja­vík­ur í lok nóv­em­ber.

Þetta staðfest­ir Ævar Pálmi Pálma­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu og yf­ir­maður kyn­ferðis­brota­deild­ar, í sam­tali við mbl.is. 

Ævar staðfest­ir jafn­framt að um sé að ræða er­lend­an karl­mann, en málið er enn til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni. 

Sam­bæri­legt brot þegar til rann­sókn­ar hjá lög­reglu

Um er að ræða annað meinta kyn­ferðis­brotið sem teng­ist leigu­bif­reiðarakstri.

Hitt brotið átti sér stað í byrj­un fe­brú­ar og er enn til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni að sögn Ævars. Hann seg­ir að búið sé að taka nokkr­ar skýrsl­ur vegna máls­ins auk þess sem unnið sé að gagna­öfl­un sam­hliða því að greina þau gögn sem þegar hef­ur verið aflað. 

Málið varðar tvo menn sem voru hand­tekn­ir vegna gruns um nauðgun á dval­arstað ann­ars þeirra í Kópa­vogi. Menn­irn­ir höfðu sótt konu á leigu­bíl á veit­ingastað í Hafnar­f­irði en fóru ekki með hana að heim­ili henn­ar. 

Þess í stað fóru þeir að hý­býl­um ann­ars þeirra í Kópa­vogi þar sem grun­ur leik­ur á því að kyn­ferðis­brotið hafi átt sér stað.

Menn­irn­ir sem grunaðir eru í mál­inu eru er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar og starfar ann­ar þeirra sem leigu­bíl­stjóri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert