Hafa hugmynd um hvar Pétur Jökull er

Pétur Jökull Jónasson er eftirlýstur.
Pétur Jökull Jónasson er eftirlýstur.

Lög­regla hef­ur fengið ábend­ing­ar frá al­menn­um borg­ur­um um það hvar Pét­ur Jök­ul Jónas­son, sem eft­ir­lýst­ur er í stóra kókaín­mál­inu, er að finna.

Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn í miðlægri deild hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir lög­reglu hafa hug­mynd um hvar hann er.

„Við höf­um fengið ýms­ar upp­lýs­ing­ar um það hvar hann er að finna.“

Pét­ur er eft­ir­lýst­ur hjá In­terpol en Grím­ur seg­ir þó ábend­ing­ar ekki hafa borist frá lög­reglu­mönn­um. 

„Ábend­ing­ar hafa mest feng­ist frá borg­ur­um,“ seg­ir Grím­ur.

Efn­in fali í trjá­drumb­um 

Pét­ur Jök­ull er eft­ir­lýst­ur fyr­ir að eiga þátt í inn­flutn­ingi tæp­lega 100 kíló­um að kókaíni.

Málið er stærsta kókaín­mál sem komið hef­ur upp hér á landi, en í mál­inu eru fjór­ir menn dæmd­ir fyr­ir að hafa, ásamt óþekkt­um aðila, ætlað að flytja inn 99,25 kíló af kókaíni hingað til lands frá Bras­il­íu með viðkomu í Hollandi, þar sem fíkni­efn­in voru hald­lögð af yfir­völd­um. Efn­in voru fal­in í sjö trjá­drumb­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert