„Við þurfum að vera tilbúin“

Þórólfur Guðnason.
Þórólfur Guðnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjögur ár eru nú liðin frá því fyrsta kórónuveirusmitið greindist á Íslandi. Í hönd fór óvenjulegur tími sem ekki þarf að rifja sérstaklega upp fyrir lesendum.

„Hættustigi var lýst yfir í gær og víðtækar varúðarráðstafanir eru gerðar í kjölfar þess að fyrsti maðurinn á Íslandi hefur verið greindur með kórónuveiruna. Þar á í hlut maður á fimmtugsaldri sem verið hafði á skíðum með fleirum á Ítalíu, en þar í landi hefur veiran náð að breiða úr sér,“ stóð meðal annars í forsíðufrétt Morgunblaðsins daginn eftir.

Á fjórum árum hefur mikið vatn runnið til sjávar sem skiljanlegt er. Veiran tók breytingum, fólki bauðst bólusetning og nálgunin hefur breyst.

Blaðið hafði samband við Þórólf Guðnason sem gegndi embætti sóttvarnalæknis þegar heimsfaraldurinn skall á og lét af störfum að eigin ósk síðsumars 2022. „Ég held að þetta verði þannig að þetta verði veirusýking sem muni koma upp, væntanlega oftar yfir vetrartímann, og valda mismiklum einkennum,“ segir Þórólfur spurður hvernig hann meti stöðuna núna.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert