„Vissulega ríflegar hækkanir“

Sorpa í Álfsnesi.
Sorpa í Álfsnesi. mbl.is/Árni Sæberg

Gjöld Sorpu vegna förgunar olíumengaðs úrgangs sem og fitu hækkuðu um allt að 130% um síðustu áramót. Valdimar Víðisson stjórnarformaður Sorpu tekur undir það í samtali við Morgunblaðið að hækkanir þessar séu verulegar, en á þeim séu þær skýringar helstar að urðun hafi verið takmörkuð að verulegu leyti í Álfsnesi um áramót. „Þetta eru ríflegar hækkanir, vissulega,“ segir Valdimar.

„Það er verið að þrengja að öllu því sem fer til urðunar í Álfsnesi. Það þarf að fara með það lengri leiðir og í aðra úrvinnslu en hefðbundna urðun,“ segir hann og bendir á að samkomulag eigenda Sorpu þrengi stakkinn töluvert, því lífrænn og blandaður bagganlegur úrgangur sé ekki urðaður þar lengur.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert