Þegar Davíð færði Íslendingum ölið

Í dag eru 35 ár líðin frá því bjórdeginum var …
Í dag eru 35 ár líðin frá því bjórdeginum var fagnað. Frumkvæði Davíðs Scheving Thorsteinssonar lagði grunn að þeirri miklu breytingu á veitingamenningu landsmanna.

Bú­ast má við því að hátíðarstemn­ing verði víða á veit­inga­stöðum í dag í til­efni 35 ára af­mæl­is bjórdags­ins. Hinn 1. mars árið 1989 var ára­tuga­löngu banni við bjór­sölu aflétt og lands­menn gátu nálg­ast drykk­inn vin­sæla á ný.

Hjalti Einarsson og Stefán Pálmason hjá RVK bruggfélagi með bjórinn …
Hjalti Ein­ars­son og Stefán Pálma­son hjá RVK brugg­fé­lagi með bjór­inn Þegar Davíð keypti ölið. mbl.is/​Eyþór

Af þessu til­efni hef­ur RVK brugg­fé­lag fram­leitt sér­stak­an hátíðar­bjór sem kall­ast Þegar Davíð keypti ölið. Vís­ar nafn­gift­in til þess þegar Davíð Scheving Thor­steins­son iðnrek­andi reyndi að taka með sér bjór til lands­ins í lok árs 1979. Á þeim tíma var bjór­bann í gildi en flugáhafn­ir máttu þó taka ákveðið magn af bjór með sér inn í landið.

Neitaði að gera sátt í toll­in­um

Davíð keypti sér sex flösk­ur af bjór í frí­höfn­inni í Lúx­em­borg. Á Kefla­vík­ur­flug­velli lagði hann þær ofan á ferðatösk­ur sín­ar og fór í gegn­um toll­inn. Þar var hon­um boðið að gera sátt, enda hefði hann reynt að smygla bjór til lands­ins. Því neitaði hann, enda taldi Davíð sig engu hafa reynt að smygla. Bjór­inn var gerður upp­tæk­ur og hon­um til­kynnt að hann mætti eiga von á kæru.

Davíð Scheving skálaði fyrir áfanganum.
Davíð Scheving skálaði fyr­ir áfang­an­um.

„Mér fannst það fá­rán­legt að það væri hægt að mis­muna fólki á þenn­an hátt og það fauk bara í mig,“ sagði Davíð Scheving þegar hann rifjaði þetta at­vik upp síðar. Hann benti á hversu fá­rán­legt það væri að dótt­ir hans, sem starfaði sem flug­freyja, fengi að taka með sér bjór til lands­ins af því að hún ynni hjá öðru fyr­ir­tæki en hann. Niðurstaðan varð sú að málið fór aldrei fyr­ir dóm. Sig­hvat­ur Björg­vins­son fjár­málaráðherra setti á reglu­gerð sem heim­ilaði öll­um að flytja til­tekið magn af bjór inn í landið. „Ég er auðvitað ákaf­lega feg­inn þess­um mála­lok­um, þ.e. að ein lög skuli nú gilda yfir alla þegna lands­ins hvað þetta áhrær­ir,“ sagði Davíð Scheving í viðtali við Morg­un­blaðið þegar reglu­gerðin gekk í gildi 31. janú­ar 1980.

Þess­ar vend­ing­ar vöktu að von­um mikla at­hygli lands­manna og gleði. Þannig var greini­lega vel fylgst með Davíð þegar hann fór næst til út­landa og eft­ir því tekið að hann keypti sér ekki bjór við kom­una til lands­ins í fe­brú­ar 1980. „Kon­una mína vantaði sherrý í súp­una og því keypti ég sherrý,“ sagði Davíð í baksíðufrétt Morg­un­blaðsins um málið.

Bjórdagurinn haldinn hátíðlegur á Gauki á Stöng árið 1989.
Bjórdag­ur­inn hald­inn hátíðleg­ur á Gauki á Stöng árið 1989. mbl.is/​RAX

Einn af tíma­mótaviðburðunum í bjór­sög­unni

Sig­urður Snorra­son, einn eig­enda RVK brugg­fé­lags, seg­ir að þetta uppá­tæki Davíðs flokk­ist sem einn af þeim tíma­mótaviðburðum sem hafi orðið til þess að bjór­inn var að end­ingu leyfður hér á landi. „Þegar bjór­inn fór að koma hingað næst­um því óheft­ur frá 1980 var þetta ekki leng­ur neitt til­töku­mál. Það gátu eig­in­lega all­ir fengið bjór og fólk fór smám sam­an að átta sig á að hann væri ekki eins slæm­ur og sum­ir vildu láta.“

Bjór­inn Þegar Davíð keypti ölið er svo­kallaður India Pale Lag­er og er 5,8% að styrk­leika. Myndskreyt­ing­in á dós­un­um vís­ar til um­rædds at­b­urðar og minn­ir ei­lítið á bylt­ing­argrafík frá fyrri árum. Bjór­inn er kom­inn í sölu í Vín­búðum rík­is­ins og verður einnig seld­ur á völd­um bjór­bör­um í Reykja­vík. Sig­urður var­ar við því að mjög lítið magn sé í boði og geti hann jafn­vel klár­ast um helg­ina.

Um­fjöll­un­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 29. fe­brú­ar.

mbl.is/​Eyþór
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert