„Það gerir þetta enginn fyrir okkur“

Gunnar Þór Geirsson heimilislæknir segir fyrsta skref af mörgum hafa …
Gunnar Þór Geirsson heimilislæknir segir fyrsta skref af mörgum hafa verið stigið með tilmælum FÍH 15. febrúar. Betur megi þó ef duga skuli. Ljósmynd/Læknablaðið

„Hvaða koll­egi kann­ast ekki við það að and­varpa yfir vinnuaðstæðum sín­um og þeim verk­efn­um dags­ins sem bíða?“ Þess­ari spurn­ingu tefl­ir Gunn­ar Þór Geirs­son heim­il­is­lækn­ir fram í grein sinni í nýj­asta tölu­blaði Lækna­blaðsins sem ber fyr­ir­sögn­ina Aðgerðahóp­ur heim­il­is­lækna.

Seg­ir Gunn­ar það sjaldn­ast vera sjúk­ling­arn­ir sjálf­ir sem ýfi upp nei­kvæðar til­finn­ing­ar þótt vissu­lega geti þeir verið krefj­andi á köfl­um. Það eru óraun­hæf­ar kröf­ur um af­köst sem lækn­ir­inn vís­ar til, óþarfa skriffinnska og önn­ur verk­efni sem hann seg­ir lítið eða ekk­ert hafa að gera með þau fræði sem lækn­arn­ir hafi helgað stór­an hluta ævi sinn­ar.

„Ný­leg könn­un meðal heim­il­is­lækna sýndi að 59% höfðu upp­lifað ein­kenni kuln­un­ar stund­um, oft eða mjög oft und­an­farna 12 mánuði. Þar af 35% oft eða mjög oft og 22% höfðu íhugað al­var­lega að fara í veik­inda­leyfi vegna kuln­un­ar­ein­kenna. Þegar spurt var um ástæður var í flest­um til­fell­um minnst á of mikið álag og þá oft og tíðum vegna óhóf­legr­ar papp­írs­vinnu,“ skrif­ar Gunn­ar.

Verk­efni sem taka dýr­mæt­an tíma

Megi þar meðal ann­ars nefna vott­orð fyr­ir Trygg­inga­stofn­un, líf­eyr­is­sjóði, lög­fræðinga og trygg­inga­fé­lög; end­ur­hæf­ingaráætlan­ir fyr­ir Trygg­inga­stofn­un, til­vís­an­ir til barna­lækna, skila­boðaflóð á Heilsu­veru og margt fleira sem ef­ast megi að hans mati um að þurfi aðkomu heim­il­is­lækn­is. Listi Gunn­ars er lang­ur.

Þarna séu verk­efni sem taki dýr­mæt­an tíma frá sjúk­linga­mót­töku sem svo valdi lengri biðtíma og seink­un á grein­ing­um og meðferð. Bið eft­ir tíma hjá heim­il­is­lækni geti skipt vik­um, jafn­vel mánuðum. Nokkuð sem Gunn­ar tel­ur með öllu óviðun­andi. Lít­il tak­mörk virðist fyr­ir því hvaða verk­efni megi færa til heilsu­gæsl­unn­ar og sjaldn­ast séu heim­il­is­lækn­ar innt­ir eft­ir því hvort þau verk­efni telj­ist á þeirra verksviði.

„Við í stjórn Fé­lags ís­lenskra heim­il­is­lækna (FÍH) höf­um mark­visst reynt að hafa áhrif á of­an­greinda þætti á und­an­förn­um árum. Skrifað ótal álykt­arn­ir og til­lög­ur og áfram­sent á viðeig­andi stofn­an­ir,“ skrif­ar Gunn­ar enn frem­ur.

Fyrsta skref að aðgerðahópi

Eins hafi stjórn­in sótt fjölda funda sem flest­ir hafi litlu breytt. „Greini­legt er að sam­tal og ábend­ing­ar koma litlu til leiðar. Því var farið að hugsa aðrar leiðir til að ná fram þeim breyt­ing­um sem við vilj­um sjá í vinnu­um­hverfi okk­ar.“

Rifjar hann upp haust­fund FÍH í Stykk­is­hólmi í fyrra þar sem fund­ar­gest­um hafi verið skipt í hópa og glímdi hver hóp­ur við ólík efni með mis­mun­andi áhersl­um. Hafi verk­efni eins hóps­ins verið að setja fram til­lög­ur að aðgerðum til að bæta vinnuaðstæður heim­il­is­lækna.

Þar hafi fyrsta skrefið í átt að stofn­un aðgerðahóps heim­il­is­lækna verið stigið en hann hóf að sögn Gunn­ars störf núna í janú­ar.

„Hóp­ur­inn sam­mælt­ist um að fyrsta aðgerðin væri að stöðva til­vís­ana­skyldu heim­il­is­lækna til barna­lækna og sér­greina­lækna sem sinna börn­um. Flest­ar þess­ar til­vís­an­ir eru gerðar án þess að heim­il­is­lækn­ir komi nokkuð að þeim mál­um sem um ræðir og því gott dæmi um al­gjör­lega til­gangs­lausa papp­írs­vinnu. Einnig er hætta á að raun­veru­leg­ar til­vís­an­ir týn­ist í óþarfa papp­írs­flóðinu,“ skrif­ar heim­il­is­lækn­ir­inn.

Þessu þurfi að berj­ast fyr­ir

Seg­ir hann af því að í byrj­un fe­brú­ar hafi stjórn FÍH gefið út til­mæli þess efn­is að heim­il­is­lækn­ar létu af því að gefa út til­vís­an­ir án þess að þeir hefðu sjálf­ir komið að meðferð viðkom­andi barns. Hafi þau til­mæli tekið gildi 15. fe­brú­ar.

Seg­ir Gunn­ar þó aðeins fyrsta skrefið af mörg­um stigið með til­mæl­un­um.

„Nóg er af tímaþjóf­um og til­gangs­litl­um verk­efn­um sem þarf að bægja frá. For­gangsraða þarf tíma lækna svo þeir geti sinnt sjúk­ling­um, kennslu og rann­sókn­um. En það ger­ir þetta eng­inn fyr­ir okk­ur. Hvorki fyr­ir heim­il­is­lækna né aðra lækna. Það þarf að berj­ast fyr­ir þessu eins og öllu öðru sem er ein­hvers virði,“ skrif­ar Gunn­ar Þór Geirs­son að lok­um í grein sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert