„Gríðarlegur léttir“ og „áfellisdómur fyrir ákæruvaldið“

Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson, verjendur þeirra Sindra …
Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson, verjendur þeirra Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveinn Andri Sveins­son og Ein­ar Odd­ur Sig­urðsson, verj­end­ur þeirra Sindra Snæs Birg­is­son­ar og Ísi­dórs Nathans­son­ar, segja dóm héraðsdóms í dag vera mik­inn létti en á sama tíma áfell­is­dóm yfir vinnu­brögðum lög­reglu og ákæru­valds. Að öllu jöfnu tel­ur Sveinn Andri að Sindri Snær og Ísi­dór muni sleppa við afplán­un í fang­elsi. Þeir telja dóm­inn geta verið for­dæm­is­gef­andi fyr­ir það hvenær um er að ræða til­raun til verknaðar og hvenær ekki.

Sindri Snær og Ísi­dór voru í dag sýknaðir af ákæru um til­raun til hryðju­verka og hlut­deild í til­raun til hryðju­verka. Þeir voru hins veg­ar sak­felld­ir fyr­ir brot gegn vopna­lög­gjöf og var Sindri Snær dæmd­ur í 24 mánaða fang­elsi og Ísi­dór í 18 mánaða fang­elsi.

„Þannig að ippon“

Eft­ir dóms­upp­kvaðning­una sagði Sveinn Andri að þeir hefðu ein­ung­is verið dæmd­ir fyr­ir þau brot sem þeir hefðu að mestu játað. „Þannig að ippon,“ sagði hann og vísaði þar í júdó-bragðsins og að um sig­ur varn­ar­inn­ar hafi verið að ræða.

Gríðarleg­ur létt­ir að þeir hafi verið hreinsaðir af þess­um ásök­un­um um til­raun til hryðju­verka og hlut­deild í til­raun. Eins og lá fyr­ir nán­ast allt frá upp­hafi játuðu þeir ákveðin vopna­laga­brot og þeir eru dæmd­ir fyr­ir það,“ sagði Ein­ar Odd­ur.

Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari hjá embætti héraðssak­sókn­ara.
Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari hjá embætti héraðssak­sókn­ara. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Rík­is­sak­sókn­ari met­ur næstu skref

Spurðir út í næstu skref sagði Sveinn Andri að bolt­inn sé nú hjá rík­is­sak­sókn­ara. „Embætti rík­is­sak­sókn­ara met­ur það sjálfsagt hvort hann tel­ur til­efni til áfrýj­un­ar. Í mín­um huga er ekki til­efni til áfrýja þessu áfram.  Þó þetta sé fyrsta hryðju­verka­málið þá reyn­ir þarna bara á til­raun og ég hef trú á því að héraðsdóm­ur hafi farið bara eft­ir skóla­bók­inni og fræðirit­un­um um til­raun og hlut­deild í til­felli hans um­bjóðanda [um­bjóðanda Ein­ars Odds].“ Bætti hann við að hann sæi eng­in rök sem mæli sér­stak­lega fyr­ir áfrýj­un.

Sleppa að öllu jöfnu við afplán­un í fang­elsi

Ein­ar Odd­ur sagði dóm­ana kannski held­ur í þyngri kant­in­um þegar komi að vopna­laga­brot­um, en að þau hafi í sjálfu sér verið nokkuð um­fangs­mik­il og ekki reynt á það áður.

„Tek und­ir þetta. Miðað við ákær­una og sak­fell­ing­una eru þetta óvenju al­var­leg vopna­laga­brot. Nátt­úru­lega fram­leiðsla á vopn­um og breyt­ing­ar. En að öllu jöfnu á þetta að þýða að okk­ar um­bjóðend­ur eiga ekki að þurfa að afplána í fang­elsi held­ur geta tekið út sína dóma í sam­fé­lagsþjón­ustu,“ sagði Sveinn Andri jafn­framt.

Sveinn Andri sagði niður­stöðu að mörgu leyti for­dæm­is­gef­andi og að dóm­ur­inn gæti orðið „skóla­bóka­dæmi fyr­ir laga­nema framtíðar­inn­ar um til­raun og hvenær til­raun telst verða refsi­verða hátt­semi.“

Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson voru kátir eftir …
Sveinn Andri Sveins­son og Ein­ar Odd­ur Sig­urðsson voru kát­ir eft­ir dóms­upp­kvaðning­una og brugðu á leik þegar þeir ræddu við frétta­menn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þetta er áfell­is­dóm­ur fyr­ir ákæru­valdið og rík­is­lög­reglu­stjóra“

Spurðir út í hvað þetta þýði fyr­ir ákæru­valdið seg­ir Sveinn Andri: Við skul­um ekk­ert vera að tala í kring­um hlut­ina. Þetta er áfell­is­dóm­ur fyr­ir ákæru­valdið og rík­is­lög­reglu­stjóra. Það er bara þannig.“

Tók Ein­ar Odd­ur und­ir þetta og bætti við að dóm­ur­inn væri í sam­ræmi við mál­flutn­ing varn­ar­inn­ar um að of geyst hafi verið farið í upp­hafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert