Mennirnir haft „einhverskonar illvirki“ í huga

Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson.
Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur lýs­ir um­mæl­um Sindra Snæs Birg­is­son­ar og Ísi­dórs Nathans­son­ar, sak­born­ing­anna í hryðju­verka­mál­inu, sem „viður­styggi­leg­um“ og „ógeðfelld­um“. Dóm­ur­inn tel­ur það hafa verið rétta ákvörðun að hand­taka menn­ina, en að ákæru­vald­inu hafi ekki tek­ist að sanna „ótví­rætt“ að þeir hefðu verið að und­ir­búa hryðju­verk.

Menn­irn­ir tveir voru dæmd­ir fyr­ir stór­felld vopna­laga­brot í gær. Sindri var dæmd­ur í tveggja ára fang­elsi og Ísi­dór í 18 mánaða fang­elsi. Tæp­lega þriggja mánaða gæslu­v­arðhald dregst frá refs­ing­unni.

Dóm­ur héraðsdóm­ar­anna þriggja í mál­inu var birt­ur í dag og tel­ur 87 blaðsíður.

Þar er farið ít­ar­lega yfir ákær­una gegn Sindra og Ísi­dóri, og það sem að þeir og 24 vitni höfðu um málið að segja við aðalmeðferð máls­ins í fe­brú­ar. Nán­ar má lesa um skýrslu­tök­urn­ar og vitn­is­b­urðina í um­fjöll­un mbl.is er aðalmeðferðin fór fram.

Ákær­an í mál­inu var í 64 liðum en dóm­ur­inn met­ur þann hluta sem snýr að und­ir­bún­ingi hryðju­verka heild­stætt.

„Ótví­rætt“ er lyk­il­orð

Niður­stöðukafli dóms­ins er alls 20 blaðsíður. Þar seg­ir að for­senda þess að unnt sé að sak­fella ákærðu fyr­ir til­raun til hryðju­verka er að þeir hafi „ótví­rætt sýnt þann ásetn­ing í verki, sem miðar eða er ætlað að miða að fram­kvæmd brots­ins“.

Í þeim efn­um geti tvennt komið til, ann­ars veg­ar fram­kvæmda­at­hafn­ir og hins veg­ar und­ir­bún­ings­at­hafn­ir.

Ljóst er að Sindri og Ísi­dór fram­kvæmdu ekki hryðju­verk og eft­ir stend­ur því hvort að ákæru­valdið hafi sannað að menn­irn­ir hefðu „ótví­rætt“ verið að und­ir­búa hryðju­verk.

Karl Ingi Vil­bergs­son sak­sókn­ari minnt­ist á í mál­flutn­ingi sín­um að ís­lensku hryðju­verka­lög­in hefðu verið feng­in úr dönsk­um lög­um. Bæði hann og verj­end­ur vísuðu svo til danskra dóma í því sam­hengi í mál­flutn­ingi sín­um.

Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari hjá embætti héraðssak­sókn­ara, við dómsuppsöguna í …
Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari hjá embætti héraðssak­sókn­ara, við dóms­upp­sög­una í gær. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Í dómi héraðsdóms seg­ir að sá mun­ur sé á orðalagi ís­lensku og dönsku lag­anna að þau síðari inni­halda ekki orðið „ótví­rætt“.

„Get­ur þetta gefið til kynna aðeins væg­ari sönn­un­ar­kröf­ur til und­ir­bún­ings­at­hafna að dönsk­um rétti í sam­hengi við mat á ásetn­ingi,“ seg­ir í dóm­in­um.
Í dóm­in­um er bent á þá grund­vall­ar­reglu í ís­lensk­um rétti að ákærði njóti vaf­ans.

Skorti texta á milli til­vitn­ana

„Sú grund­vall­ar­regla gild­ir í refsirétti að eng­um verður refsað fyr­ir hugs­an­ir sín­ar ein­ar og sér,“ seg­ir í dóm­in­um og seg­ir að það sama eigi við „um laus­leg­ar bolla­legg­ing­ar í sam­tali tveggja manna sem þeir gera ekk­ert til að fram­kvæma“.

Sindri og Ísi­dór og verj­end­ur þeirra báru fyr­ir sig fyr­ir dóm­in­um að sam­skipti þeirra hefðu list­ast af svört­um húm­or.

Í dóm­in­um seg­ir að til­lit sé tekið til þess sem verj­end­ur Sindra og Ísi­dórs bentu á að það skorti á köfl­um texta á milli til­vitn­ana eins og þær hafa verið tekn­ar upp í ákæru.

Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson, verjendur þeirra Sindra …
Sveinn Andri Sveins­son og Ein­ar Odd­ur Sig­urðsson, verj­end­ur þeirra Sindra Snæs Birg­is­son­ar og Ísi­dórs Nathans­son­ar, í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í gær. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þá seg­ir að dóm­ur­inn fellst á að viss um­mæli hafi verið sögð í gríni, sbr. til­vís­an­ir til katt­ar Ísi­dórs, Þor­vald­ar. Í aðalmeðferð máls­ins var meðal ann­ars minnst á sam­skipti fé­lag­anna þar sem sagði að Þor­vald­ur væri til­bú­inn til að búa til rís­in-eit­ur og smyrja því á hurðar­húna.

Þá er tekið fram að þetta grín sé þó und­an­tekn­ing: „Þvert á móti er þar oft­ast nær um að ræða ógeðfelld um­mæli sem lit­ast af hatri eða andúð í garð sam­kyn­hneigðra, gyðinga, múslima, stjórn­mála­manna og yf­ir­valda og eng­an veg­inn kem­ur til greina að líta á þau sem ein­fald­lega ósmekk­leg­an húm­or eða merk­ing­ar­laust blaður.“

Sakborningarnir, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson.
Sak­born­ing­arn­ir, Sindri Snær Birg­is­son og Ísi­dór Nathans­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Einnig er tekið fram að sam­ræður Sindra og Ísi­dórs áttu sér stað „yfir all­langt tíma­bil“.

Í dóm­in­um seg­ir að mik­il­vægt sé að þessi hat­urs­fulla orðræða verði að setja í sam­hengi við aðra þætti ákær­unn­ar, þar á meðal ásetn­ing mann­anna.

„Aft­ur á móti telj­ast um­mæl­in ekki ein og sér slík­ar und­ir­bún­ings­at­hafn­ir sem full­nægt gætu því skil­yrði 20. gr. laga nr. 19/​1940 um að ákærði Sindri hefði ótví­rætt sýnt þann ásetn­ing í verki,“ seg­ir í dóm­in­um.

Skot­vopn­in ekki liður í und­ir­bún­ingn­um

Hluti af und­ir­bún­ings­at­höfn­um Sindra sam­kvæmt ákæru­vald­inu var að hafa fram­leitt þrívídd­ar­prentuð skot­vopn og skot­færi.

Dóm­ur­inn sýkn­ar menn­ina hins veg­ar af fram­leiðslu skot­færa, þó að á heim­ili Sindra fund­ust tæki sem nota mátti til að þrívídda­prenta skot­færi.

Sindri sagði í skýrslu­töku lög­reglu í sept­em­ber árið 2022 að hann hefði út­búið byssu­kúl­ur. Hann neitaði hins veg­ar fyr­ir dómi að hafa notað búnaðinn sem fannst á heim­ili hans.

Þrívíddaprentari sem lögregla lagði hald á.
Þrívídda­prent­ari sem lög­regla lagði hald á. mbl.is/​Hólm­fríður María

Í dóm­in­um seg­ir að ekk­ert annað sanni að menn­irn­ir hefðu fram­leitt skot­færi og því eru þeir sýknaðir fyr­ir það brot. Þeir eru þó sak­felld­ir fyr­ir að hafa selt þrívídda­prentuð vopn sem Sindri bar því við að hafa gert auðgun­ar­skyni.

Með hliðsjón af því þykir ekki dóm­in­um ekki unnt að miða við að fram­leiðsla skot­vopn­anna hafi verið liður í und­ir­bún­ingi hryðju­verka

Ósönnuð at­hug­un á Gleðigöng­unni

Í ákær­unni seg­ir að Sindri hafi til­einkað sér efni og hug­mynda­fræði þekktra hryðju­verka­manna. Sindri sagði fyr­ir dómi að Ísi­dór hefði sent sér slíkt efni óum­beðið.

Í dóm­in­um seg­ir hins veg­ar að Sindri hefði beðið um slíkt efni og leitað að því sjálf­ur á net­inu. Því sé óhjá­kvæmi­legt að líta svo á að Sindri hefði a.m.k. að ein­hverju leyti til­einkað sér slíkt efni.

Í ein­um ákæru­lið er Sindra gefið að sök að hafa hafa skoðað og kynnt sér efni á net­inu sem tengd­ist mögu­leg­um árás­arþolum.

Sindri og verjandi hans Sveinn Andri.
Sindri og verj­andi hans Sveinn Andri. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hann gengst við og sagði að um væri að ræða net­grúsk sem litaðist af hvat­vísi.

Sindri neitaði þó að hafa farið á vett­vang Gleðigöng­unn­ar og mælt „bil á milli lok­ana“. Í dóm­in­um seg­ir að svo virðist sem þessi liður ákær­unn­ar byggður á framb­urði Ísi­dórs hjá lög­reglu sem hann dró síðar til­baka fyr­ir dómi.

Ísi­dór sagði að framb­urður hans hjá lög­reglu skýrðist af álagi í gæslu­v­arðhald­inu og jafn­vel þving­un­um lög­reglu.

Þar sem að eng­inn önn­ur sönn­un­ar­gögn liggja fyr­ir að þess­ar mæl­ing­ar hafi átt sér stað tel­ur dóm­ur­inn að ósannað sé að þær hefðu átt sér stað.

Öryggi borg­ara tryggt

„Viður­styggi­leg um­mæli beggja ákærðu og þær at­hafn­ir þeirra sem þegar eru rakt­ar gáfu að mati dóms­ins fullt til­efni til aðgerða lög­reglu í mál­inu er ákærðu voru hand­tekn­ir 21. sept­em­ber 2022,“ seg­ir í dóm­in­um.

Lög­regla hafi þar með sett ör­yggi borg­ar­anna ofar rann­sókn­ar­hags­mun­um.

Þá seg­ir að það sé ákæru­valds­ins að sanna sekt ákærða og dóm­ara að meta hvort nægi­leg sönn­un sé kom­in fram um hvert atriði og refs­ingu við brot­um.

Í dóm­in­um seg­ir að Sindri hafi staðfast­lega neitað því að ætla að fremja hryðju­verk. Hon­um hafi þó illa tek­ist að út­skýra ýms­ar at­hafn­ir sín­ar.

Fyr­ir liggi að hann hefði komið sér upp hættu­leg­um vopn­um, breytt einu þeirra í hálf­sjálf­virkt, og orðið sér úti um mikið magn skot­færi sum­arið 2022.

Dóm­ur­inn tel­ur að Sindri hafi haft „ein­hvers­kon­ar ill­virki“ í huga, þótt ekki liggi ná­kvæm­lega fyr­ir hvert skot­mark hans hefði orðið, hvar eða hvenær.

Dóm­ur­inn tel­ur ekki sannað að Sindri hafi staðið að und­ir­bún­ingi hryðju­verka og því er hann sýknaður af þeirri ákæru. Ísi­dór er óhjá­kvæmi­lega einnig sýknaður þar sem að hann var ákærður fyr­ir hlut­deild í broti Sindra.

Ekki sýnt iðrun

Líkt og áður sagði voru menn­irn­ir dæmd­ir fyr­ir brot á vopna­lög­gjöf. Í dóm­in­um seg­ir að við ákvörðun um refs­ingu var litið til þess að þeir neituðu að miklu leyti sök og hafa ekki sýnt iðrun.

„Við matið veg­ur þungt að ákærðu ráku skipu­lagða starf­semi og fram­leiddu órekj­an­leg og stór­hættu­leg vopn sem þeir seldu í ágóðaskyni hverj­um sem kaupa vildi,“ seg­ir í dóm­in­um og jafn­framt að brot þeirra séu „stór­felld og for­dæma­laus að al­var­leika“.

Meðal brot­anna sem þeir eru sak­felld­ir fyr­ir eru að hafa selt fimm þrívídda prentuð vopn og íhluti.

Skotfæri sem lögregla lagði hald á vegna málsins.
Skot­færi sem lög­regla lagði hald á vegna máls­ins. mbl.is/​Hólm­fríður María

Í aðalmeðferð máls­ins var meðal ann­ars deilt um um hvort menn­irn­ir hefðu selt hljóðdeyfi með þrívídda prentuðu skot­vopni. Sindri sagði fyr­ir dómi að þeir hefðu af­hent ol­íus­íu sem hefði verið skrúfað fram­an á byss­una.

Dóm­ur­inn tel­ur sannað að menn­irn­ir hefðu selt hljóðdeyfi og seg­ir að það sé hald­laus málsvörn að hljóðdeyf­ir­inn hefði ein­fald­lega verið ol­íusía þar sem að ol­íusí­unni hefði ber­sýni­lega verið breytt í því skyni að gegna hlut­verki hljóðdeyf­is.

Skipt­ir ekki máli að swift link-ur­inn virkaði ekki

Menn­irn­ir eru einnig sak­felld­ir fyr­ir að hafa fram­leitt svo­kallaðan swift link, eða hröðun­ar­stykki, sem get­ur gert riff­il alsjálf­virk­an svo ekki þarf ekki að sleppa gikkn­um til að hleypa af öðru skoti.

Ísi­dór játaði fyr­ir dómi að hafa þrívídda prentað íhlut­inn en benti á að hann hefði ekki virkað. Það var síðar staðfest með rann­sókn lög­reglu.

Í dóm­in­um seg­ir að það hafi ekki þýðingu fyr­ir niður­stöðuna að íhlut­ur­inn hafi reynst ónot­hæf­ur og því eru þeir sak­felld­ir fyr­ir það brot.

Sindri eig­andi árás­arriffl­anna

Þá var einnig deilt um í aðalmeðferðinni hvort að þrír riffl­ar sem fund­ust á heim­ili Sindra hefðu verið í eigu hans, eða eigu Birg­is, föður hans, sem bjó hjá hon­um. Sindri var ekki með byssu­leyfi en riffl­arn­ir voru geymd­ir í byssu­skáp inn í svefn­her­bergi hans. Sindri sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekki haft aðgang að skápn­um og að hann hefði ein­ung­is verið geymd­ur inn í fata­skápn­um hans þar sem að þar var pláss.

Dóm­ar­ar telja hins veg­ar að af framb­urði Sindra og Ísi­dórs og vitna hjá lög­reglu verði „ekki annað ráðið en að ákærði Sindri hafi verið eig­andi allra téðra vopna“.

Árásarrifflarnir sjást hér efst á myndinni.
Árás­arriffl­arn­ir sjást hér efst á mynd­inni. mbl.is/​Hall­ur Már

Í dóm­in­um seg­ir að framb­urður Sindra, Ísi­dórs og annarra vitna hvað þetta varðar hefði tekið mikl­um breyt­ing­um og eng­ar skýr­ing­ar komið í ljós vegna breyt­ing­anna, „ein­ung­is út­úr­snún­ing­ar og lög­regl­unni jafn­vel að ósekju gef­in að sök ann­ar­leg vinnu­brögð með því að vísa til þess að sam­an­tekt­ir af framb­urðum væru rang­ar“. Birg­ir var meðal ann­ars mjög ósátt­ur við vinnu­brögð lög­reglu er hann gaf skýrslu fyr­ir dóm­in­um.

Þá seg­ir í dóm­in­um að skrán­ing vopn­anna á Birgi „hafi verið til mála­mynda þar sem ákærði hafði ekki skot­vopna­leyfi“.

Vegna þessa féllst dóm­ur­inn ekki á mót­mæli Sindra um upp­töku­kröfu ákæru­valds­ins á riffl­un­um.

Eng­inn eða tak­markaður saka­fer­ill

Sindri og Ísi­dór voru þó sýknaðir í nokkr­um ákæru­liðum sem snéri að vopna­loga­brot­um.

Meðal ann­ars í ákæru­liðum sem snúa að því að hafa keypt skot­færi þar sem að ekki er að finna í lög­um refsi­heim­ild fyr­ir að kaupa skot­vopn án skot­vopna­leyf­is.

Í dóm­in­um seg­ir að til mild­un­ar refs­ing­ar mann­anna fyr­ir vopna­laga­brot­in var horft til þess að þeir hafa játað brot sín að hluta og hafa eng­an eða tak­markaðan saka­fer­il. Sindri hef­ur þris­var geng­ist und­ir lög­reglu­stjóra­sátt vegna um­ferðarlaga­brota en Ísi­dór hef­ur ekki áður gerst sek­ur um refsi­vert brot.

Það er nú embætti rík­is­sak­sókn­ara að ákv­arða hvort mál­inu verði áfrýjað til Lands­rétt­ar. Verj­end­ur mann­anna sögðu í viðtali við mbl.is í gær að í þeirra huga væri ekki til­efni til að áfrýja þessu ein­staka máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert