„Lágmark að farið sé að lögum“

Innviðaráðherra telur eðlilegt að Samgöngustofa fari ofan í saumana á …
Innviðaráðherra telur eðlilegt að Samgöngustofa fari ofan í saumana á málinu. mbl.is/Unnur Karen

„Það er al­gert lág­mark að farið sé að lög­um, rétt­um leik­regl­um og verklagi og það gild­ir að sjálf­sögðu um leigu­bíla­nám eins og allt annað. Síðan er það hin sjálf­stæða eft­ir­lits­stofn­un, Sam­göngu­stofa, sem fer með eft­ir­litið. Það er afstaða mín sem ráðherra,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra í sam­tali við Morg­un­blaðið, spurður um viðbrögð við ástand­inu á leigu­bíla­markaði. Í ljós hef­ur komið að al­gengt er að út­lend­ing­ar kom­ist í gegn­um svo­kölluð „hark­ara­próf“ með svindli.

„Sam­göngu­stofa er sjálf­stæður eft­ir­litsaðili með þessu og ber ábyrgð á að sinna því. Ráðuneytið hef­ur síðan eft­ir­lit með sín­um stofn­un­um,“ seg­ir hann.

Al­var­legt ef svindlað var

Spurður um mögu­leg viðbrögð við því að út­lend­ing­ar hafi aflað sér leigu­bíla­rétt­inda með því að svindla á próf­um seg­ir Sig­urður Ingi al­var­legt ef svo sé.

Kem­ur til greina að aft­ur­kalla þessi leyfi og láta menn gang­ast und­ir próf með rétt­um hætti?

„Ég held að það sé full­kom­lega eðli­legt að Sam­göngu­stofa fari ofan í saum­ana á þessu máli, kanni það, upp­lýsi okk­ur um stöðuna og svari fyr­ir það hvernig þetta er, áður en ráðherra fer að tjá sig um það,“ seg­ir hann.

„Sam­göngu­stofa fer með fram­kvæmd laga og stjórn­valds­fyr­ir­mæla sem und­ir þau heyra, þar á meðal út­gáfu at­vinnu­leyfa, rekstr­ar­leyfa, eft­ir­lit með leyf­is­höf­um og nám­skeiðahald,“ seg­ir Sig­urður Ingi og bend­ir á að af því leiði að það sé í henn­ar hönd­um að svara til um það ef kom­in sé upp sú staða að það sé ekki gert með rétt­um hætti. „Það er hluti af því sem við ger­um í ráðuneyt­inu að kalla eft­ir upp­lýs­ing­um um slíkt.“

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert